Þegar lífið fer í 18 kollhnísa, 15 handahlaup, 12 heljarstökk og brotlendir svo

Ég heiti Katriín Björk Guðjónsdóttir og er 23 ára. Í dag er ár síðan ég fékk stærri heilablæðinguna. Þá voru 7 mánuðir frá því að ég fékk fyrstu heilablæðinguna og svo 10 dögum seinna blóðtappa. Fyrsta blæðingin lamaði mig hægra megin og blóðtappinn líka en seinni blæðingin vinstra megin en sú blæðing var miklu, miklu stærri og lamaðist ég frá hvirfli til ilja bæði hægra og vinstra megin. En það var allt í lagi með kollinn á mér. Og ég man allt. Ég man eftir yndislega starfsfólki spítalans sem gerir svona erfiða daga léttari og auðgar Landsspítalann. Ég á þeim lífið mitt að þakka. Þau björguðu lífi minu oftar en tvisvar og oftar en þrisvar.
Í kjölfarið stóðu svo vinir fyrir stofnun styrktarsjóðs og í Reykjavíkur- maraþoninu voru hlaupnir 511 km fyrir mig og áheitin voru endalaus. það voru haldnir styrktartónleikar og styrktarsýning á leikritinu Flóð sem sýnt var i Borgarleikhúsinu í byrjun árs. Ég kann eiginlega ekki að þakka fyrir mig, ég er svo hrærð og innilega þakklát.

// My name is Katrín Björk Guðjónsdóttir and I’m 23 years old. I’ve had two stokes. The bigger one was on June 14th, 2015. 7 months before I had my first stoke and then I had a blood clot 10 days after. After my first stoke I was paralyzed on my right side, do to the blood clot also, but the second stoke was much, much bigger and I was paralyzed from head to toe on both sides. Nothing happened to my mind and I remember everything. I remember all of the wonderful hospital staff who make hard days like these easier and enrich the hospital. I owe them my life. They saved my life more than twice and more than three times. Afterwards my friends started a support fund, I am so utterly grateful to them and everyone who has supported us. Then there was the Reykjavík Marathon, 511 km were ran for me and the support from others was endless and I’m so grateful. A concert was held and also the play Flóð where all of the tickets that were sold one night went to my support fund. I am so very thankful that I almost don’t know how to thank everyone for what they have done for me, I am so touched and utterly grateful.

Fyrir styrktartónleikana stafaði ég með augunum staf fyrir staf stutt innlegg og ég læt það fylgja með:

// I wrote a short letter for everyone that supported the concert. Each letter is written with only my eyes:

,,Þegar lífið fer í átján kollhnísa, fimmtán handahlaup, tólf heljarstökk og brotlendir svo, þá er gott að vera umvafinn góðu fólki. Ásgeir Guðmundur Gíslason unnusti minn, fjölskylda, tengdafjölskylda og vinir hafa ekki vikið frá mér þessa mánuði. Og starfsfólk sjúkrahúsanna hefur verið mér mjög gott.
Ég er innilega þakklát þeim sem stóðu að stofnun styrktarsjóðsins og þeim sem lagt hafa honum lið, einnig ykkur sem standið að þessum tónleikum, ég veit vel að vinnan bakvið hvert lag er mikil.
Svo þessi ótrúlegi árangur í Reykjavíkurmaraþoninu, ég mun aldrei ná að trúa því að það hafi verið hlaupnir 511 kílómetrar fyrir mig, og allir styrktaraðilar hlauparanna, ég er svo þakklát. Einnig allar kveðjunar sem okkur hafa borist, þetta veitir mér allt styrk og er mér mikil hvatning. Svo fékk ég fallegasta bútasaumsteppi sem ég hef augum litið, þar er áþreifanlegur kærleikur í hverju spori. Samhugur í litlu bæjarfélagi kemur svo glöggt í ljós þegar lífið brotlendir svona.
Söngur hefur verið stór þáttur í lífi mínu og þótt hann hafi brugðist mér núna þá get ég sem betur fer hlustað – og mörg laganna á þessu prógrammi eru mér afar kær. Þá sérstaklega Heyr mína bæn og ég trúi því að einhver heyri mína bæn.
Lífið það er ekki erfitt nema maður geri það erfitt. Á vegi manns verða erfiðleikar og áföll en það er okkar að vinna úr og láta það ekki eyðileggja lífshamingjuna. Því gleðiglampinn í augum og brosið fleytir manni svo miklu lengra og ég ætla mér að halda í það eins lengi og ég lifi.

Þetta ljóð samdi ég 8. ágúst síðastliðinn.

Á leið minni um lífsins ólgu sjó
stundum í stórhríð og byl
hefur það sýnt sig
að alltaf styttir upp
þó það sýnist svart þess á milli.
Þá þarf ég kjark og þor
til að fara aftur
út á þilfar á ný.”

Það er óútskýranleg tilfinning að finna vöðvana byrja að svara. Fyrst bara sem tilviljunarkenndir kippir en svo að viljastýrðum hreyfingum. Svo ótrúlega gleðileg stund.
Ég ákvað að byrja að blogga fyrir fólk til að geta fylgst með mér, bæði vinir mínir og yndislega starfsfólk sjúkrahúsanna og allir sem hafa áhuga. Svo er þetta ögrun fyrir mig en ég er líka að sanna mig, það vill oft verða þannig að fólk kemur öðruvísi framm við mig vegna þess að ég tala ekki, sumir byrja jafnvel að æpa á mig og halda að ég sé heyrnalaus líka. En ég hef ekkert breyst, ég hef bara tekið út ótímabæran þroska.
Það hefur fullt af fólki sent mér skilaboð, mjög margir í gegnum facebook og ég hef ekki gefið mér tíma í að svara. Ég vona að fólk taki því ekki illa en ég er innilega þakklát öllum þeim sem hafa beðið um að koma í heimsókn, það er styrkur að finna svona marga hugsa til manns. En við svona áföll þá hleypir maður bara þeim nánustu til sín. Það skilja allir að fólki sem ég hef ekki talað við í langan tíma sé neitað um heimsókn, en mér þykir afar vænt um það og ég þakka góðan hug.

// I decided to start a blog for people that want to follow my journey, both friends and the wonderful staff at the hospital and everyone else that is interested. This is a challenge for me but I’m also proving myself because often people approach me differently because I do not talk, some people even start to talk really loud to me because they think I’m deaf too. But I haven’t changed one bit, I’ve just taken out premature development.

 

Að vaknan upp til hversdagsleikans getur verið ótrúlega erfitt sérstaklega þegar maður getur ekkert hreyft sig og ekki tjáð sig. Í dag er lífiið ekki svo svart, það er bara fallega grátt. Ég get gengið með stuðningi en nota oftast hjólastól. Ég get tjáð mig með því að stafa en ég tala óskiljanlega. En ég er í mikilli þjálfun og alltaf framfarir. Hugurinn ber mig hálfa leið og viljinn restina, það skiptir svo miku máli að hafa hugafarið og brosið í lagi. Það er svo auðvellt að láta það eftir sér að detta ofaní dimman dal. Og ég á alveg erfiða daga inn á milli, en ég vona að með því að blogga geti ég einblínt á það jákvæða í hversdagsleikanum, sem og, haft eitthvað fyrir stafni og tjáð það líka með myndum. Eins og ég var búin að nefna þá langar mig að hafa þetta vetvang til að deila einhverju jákvæðu hvort sem það verður um snyrtivörur, tísku, hönnun, líf mitt eða fréttir af baráttu minni í að endurheimta kraftinn. Ég hef áhuga á þessu öllu og ég vona að það endurspeglist í skrifum mínum. En vinnan bak við hvern staf er mikil, svo hėr verður lítil rútína á færslum allavega fyrst um sinn svo ég gerði like síðu á facebook til að þeir sem vilja geta fylgst með.

// Waking up to everyday life can be difficult especially when you can’t move and communicate with others. Today life isn’t as dark, it’s just a beautiful grey. I can walk with support, but most often I use a wheelchair. I can communicate with letters but I speak incomprehensibly. But I’m training all of those things and there is always progress. My mind carries me half way and my willingness the rest. It is very important to have your mind and happiness on the right track. It’s very easy to fall into a dark place and I do have my bad days in-between, but I hope that by blogging I will focus more on the positive things in everyday life, as well as having something to do and showing it through pictures. As I had mentioned before, I want to use this blog to share something positive whether it be for cosmetics, fashion, design, my life or news about my recovery to restore my strength. I hope that my interests will reflect in my writings.   

Þeir sem vilja hafa samband mega senda mér skilaboð á facebook like síðunni (katrinbjorkgudjons.com) eða í tvölvupósti

// Those that want to contact me can send me a message on my like page on facebook (katrinbjorkgudjons.com) or via email (katrinbjorkgudjonsdottir@gmail.com).

15 athugasemdir við “Þegar lífið fer í 18 kollhnísa, 15 handahlaup, 12 heljarstökk og brotlendir svo

  1. Ég er svo ánægð með þessa ákvörðun þín að byrja með blogg! Vá! Þú ert eitt af því dýrmætasta sem ég á og ég hlakka til að lesa komandi færslur. <3 🙂

  2. Elsku Katrín mikið er gott að „heyra“ frá þér og finna þessa jákvæðni og sjá fyrir sér brosið þitt fallega þegar maður les þetta. Gangi þér áfram vel í baráttunni, hlakka til að sjá þig vonandi fljótlega, sendi kraft og hlýjar kveðjur til þín og þinna <3

  3. Gott að heyra frá þér – gangi þér frábærlega á komandi tímum, þú getur allt sem þú vilt. 🙂
    Hlakka til að fylgjast með, þú ert svo mikill innblástur! <3

  4. Ég táraðist yfir lestrinum, sem fyrr kemurðu öllu svo fallega í orð og æðruleysið skín í gegn. Þú ert einfaldlega ótrúleg, elsku hjartahlýja, réttsýna og hugrakka sálusystir mín.

  5. 👏 mikið er ég glöð elsku besta.
    Til hamingju með fyrstu skrifin sem bata-bloggari, hlakka til að lesa hvort sem það verður um tísku hönnun eða leiðina í átt að bata.
    kærleikskveðja Arna Sif ☺️

  6. Elsku Katrín mín hvað það er yndislegt að lesa þetta frá þér. Frábær ákvörðun hjá þér að byrja að blogga. Sendi sólarkveðjur héðan að vestan.

  7. Gangi þér vel áfram, þú duglega unga kona. Með brosið þitt bjarta og fallegar hugsanir heldurðu áfram að feta veginn til framtíðar 🙂 Baráttukveðjur úr Dýrafirðinum 🙂

  8. Þú ert mú meiri dugnaðarforkurinn. Gaman að fá að fylgjast með þér á blogginu.
    Gangi þér vel ❤️

  9. Þú ert mögnuð og þvílík fyrirmynd, èg hef litið upp til þín í minni endurhæfingu og finnst æðislegt að geta lesið og fylgst með þèr.
    Knús til þín og múttu.

  10. Þú hefur sannarlega barist þetta ár, barist fyrir lífi þínu og barist fyrir því að geta hreyft hvern og einn vöðva. Það að þú getir skrifað bloggfærslur er alveg magnað og mikið þrekvirki.

  11. Einmitt þetta er ótímabær þroski, sem þú tekst á við með bjartsýni að vopni sem er best, þó eðlilega komi dimma af og til, leyfðu það samt bara. Baráttukveðja til þín inn í hvern dag, þú verður stærri, mennskari og meiri í dagslok. Faðmlag til þín

Leave a Reply