Til hamingju með lífið!

Eitt sem ég hef lært við að lífið kollvarpaðist svona, það er að lifa í núinu og snúa erfiðu og leiðinlegu hlutunum í þolanlega. Lífið er of stutt til að kvíða, maður á að njóta lífsíns með þeim sem maður elskar og líður vel í kringum! Áður en ég veiktist var ég eín kvíðaklessa, bjó mér til áhyggjur og kvíða úr ekki neinu. Það var eins og ég þrifist á því. Ég fór ósjaldan að sofa með kvíðahnút í maganum. Það þurfti þrjú heilaáföll til, svo að ég fattaði þetta. Ég er ekki hrædd við lífið. Ég get ekki breytt því sem er búið að gerast og það sem gerist í framtíðinni það bara gerist, alveg sama þó það verði gott eða vont. Það eina sem ég get gert er að spila sem best úr spilunum sem mér eru gefin núna.

Ég vissi að ég gæti ekki með nokkrumóti forðast þessa daga og ekki ætlaði ég að kvíða þeim og búa mér til marga erfiða daga út af tveimur dagsetningum. Í staðinn lít ég á þessa daga (14 og 15 júní) sem daga til að fagna lífinu. Í framtíðinni sé ég fyrir mér að vera í útlöndum umvafin fjölskyldu minni á þessum dögum ég hef ákveðið að þetta verður annarskonar afmæli mitt, á þessum dögum varð ég, ég. Sama þó ég hafi ekkert breyst þá hafa áherslunar mínar breyst. Eins og allir skilja að gerist við svona mikil áföll. Það eru ekki allir svo heppnir að fá annað tækifæri í lífinu eins og ég fékk, því miður. Mér finnst ég vera heppnasta manneskja í heiminum. Og það á öllum að líða þannig með sjálfan sig!

Til hamingju með lífið! Þú ættir að gera eitthvað extra fyrir þig eða einhvern sem þú elskar, svona í tilefni dagsins, ég ætla alllavega að gera það. 🙂

Á þessum degi fyrir ári síðan vaknaði ég sólarhring of seint af svefni sem var alls óvíst að ég myndi vakna af, í dag fagna ég lífinu!

8 athugasemdir við “Til hamingju með lífið!

  1. Þetta bros lýsir upp allan heiminn! Ég get sagt með vissu að ég tala fyrir hönd allra sem hafa séð þetta fallega bros þitt og það er ekki hægt með nokkru móti að brosa ekki þegar þú brosir. <3

  2. Þetta er svo sannarlega dagur til að fagna! Hlakka til alla þá frábæru tíma sem við munum eiga saman í framtíðinni á þessum degi ❤️❤️

  3. Takk fyrir áminninguna,
    Ég get allavega sagt að ég er þakklát fyrir að þurfa ekki að upplifa mánudaginn 15.júní 2015 aftur.
    Þessar myndir eru algjörlega dásamlegar – lífsgleðin skín í gegn.

  4. elsku Katrín, ég heiti Ásta Dis og ég varð fyrir heilaafallii árið 2016 og og missti öll tungumál mín, meira að segja táknmál, ég er heyrnarlaus. Þau komu til baka í febrúar 2017, þá fékk ég samskipta tölvu sem ég stjórna með augum mínum. Ég er svo þakklát fyrir lífið sem ég hef þrátt fyrir sjúkdóm minn. Þú getur addað mér á Facebook.
    think pink positive þín Ásta Dís.

Leave a Reply