Pillow Mist

Ég má til með að deila með ykkur þessari snilld sem ég kynntist núna í vetur og hefur reynst mér mjög vel.

Ég hef alveg frá því ég man eftir mér átt erfitt með að róa hugann á kvöldin þegar ég er að fara að sofa. Ég er ótrúlega þreytt eftir erfiðan dag og þrái ekkert heitar en að leggjast á koddan og sofna en þegar að því kemur þá er hugur minn á stöðugum þeytingi ég hugsa um liðinn dag er að plana framtíðina eða fá kvíða og stressast yfir hugsunum mínum. Núna í vetur gaf mamma mér ,,Pillow Mist” frá Loccitane. Ég veit fátt betra en eftir langan dag af miklum æfingum og ég er úrvinda þá spreyja ég þeessu á koddan og ilmurinn fyllir vitin, breytir andrúmsloftinu.

Spreyið býr til róandi andrúmsloft sem stuðlar að slökun og vellíðan. 100% náttúruleg lykt sem sannast hefur að veiti róandi verkun. Skapar róandi andrúmsloft, sem stuðlar að friðsömum og afslappandi nætursvefni. Þetta er uppskrift með ilmkjarnaolíum, lavander, bergamot, mandarínu, sætri appelsínu og geranium. Ég geymi mitt sprey alltaf á náttborðinu mínu svo það sé örruggt að þetta gleymist ekki fyrir svefninn. Ég mæli 100% með þessu ef þig vantar að róa hugann fyrir nóttina og skapa ró.

Gleðilegann 17. júní og njótið helgarinnar, ég ætla að hafa það kósý hér heima með góðu fólki. Ég fæ ekki nóg af því að vera heima eftir  11 mánuða sjúkrahúslegu.

3 athugasemdir við “Pillow Mist

  1. Takk fyrir þessa áminningu! Það er ekki oft sem ég kaupi mér eitthvað dekur en ég keypti mér svona sprey í desember, einmitt til að koma mér í gegnum stressið síðustu mánuðina fyrir doktorsvörn. Svo hefur þetta bara staðið ónotað í náttborðsskúffunni og vörnin afstaðin! Strax búin að rífa brúsann upp og spreyja á koddann 😉
    Gangi þér vel áfram, elsku Katrín 🙂
    Kveðja,
    Berglind Bjarkasystir

  2. Bakvísun: Jólagjafa hugmyndir | Katrin Bjork Gudjons

Leave a Reply