Kæri lesandi

ÞÚSUND ÞAKKIR!

Takk kærlega fyrir þessi ótrúlegu viðbrögð. Ég trúi þessu eiginlega ekkí. Þetta er miklu meira en ég þorði að vona! Ég hef fengið svo mörg uppörvandi skilaboð. Þetta veitir svo mikinn styrk og er mjög hvetjandi! Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég fór yfir þetta á föstudaginn. Vegna þess hve margir hafa lagt inn á styrktarsjóðinn fannst mér ég verða að búa mér til vetvang þar sem ég gæti þakkað fyrir mig og komið með fréttir af mér. Þetta verða samt ekki bara póstar um veikindi mín. Á mbl birtist grein “bloggar um bataferli”, ég lít svo á að ég verði allt mitt líf í bataferli eftir þrjú heilaáföll. Ég mun því líka birta pósta um jákvæða hversdagslega hluti eins og hvaða snyrtivöru ég elska eða uppskrift af einhverju gómsæti, föt og segja ykkur með hverju ég mæli eða segi frá deginum mínum. Allir þessir hlutir eru partur af mínu bataferli. Svo með þessum færslum munu koma færslur um veikindin en einn daginn mun hver sem vill fá að heyra allar mínar sögur, örvæntið ekki, þetta kemur.

Ég er búin að eiga æðislega helgi umvafin yndislegu fólki. Ég kann að meta það að vera heima mikið betur eftir 11 mánaða sjúkrahúslegu. Ég fer ekki frá húsinu nema algjörlega tilneydd. Ég elska að sitja í sólinni útá palli með góða bók og að sofna og vakna í rúminu mínu við fuglasöng og óminn af vélarhljóðunum í bátunum þegar þeir sigla út og inn fjörðinn.

7 athugasemdir við “Kæri lesandi

Leave a Reply