Litlu sigrarnir


Við stjórnum ekki lífinu, en við stjórnum á hvað við fókusum. Ég hef alla tíð einblínt frekar á það góða, litlu sigrarnir hjálpa mér að komast í gegnum hvern dag, ég nýt þess að finna hvað ég get meira í dag en í gær. Það er stórkostleg tilfinning. Stundum er ég ótrúlega meðvituð um vanmátt minn, þá get ég orðið mjög fúl yfir öllu sem ég get ekki og langar svo mikið að geta. En þá finnst mér uppörvandi að hugsa hvar ég var fyrir ári síðan og hvar ég er í dag. Þetta er erfið og  löng leið en með rétta hugarfarinu þá hefst þetta og ég er svo lánsöm að ég hef náð að búa mér til leiðir til að koma huganum í réttan farveg ef ég finn að hann er að fara í einhverja vitleysu. Þannig að ég er aldrei lengi í einu í vitleysu 🙂

Viku áður en þessar myndir voru teknar þá gat ég ekki setið svona. Það er skrítið til þess að hugsa að fyrir ekki svo mörgum mánuðum var það að sitja það erfiðasta sem ég gerði, ég var nánast farin að örvænta að ég myndi ná þessu. Svo kom það! Ég sit oft á dag, ég ætla aldrei að gefast upp í neinu. Ég elska að fá harðsperrur, finna að vöðvarnir eru að virka og þá veit ég að það sem ég er að gera gerir gagn. Unaðsleg tilfinning. Fyrst fékk ég harðsperrury við það halda höfðinu uppi, ég man hvað mér fannst höfuðið þungt eins og fyrst varð ég rennsveitt við það eitt að reyna að hreyfa tunguna jafn sjálfsagt og það er hjá mér í dag!

Leave a Reply