Sumar í Paradís

Ég er þannig gerð að ég geri alltaf allt sem ég get og svo aðeins meira, þannig er ég vön að keyra mig út. En ég veit fátt betra en að finna að allir vöðvarnir eru gjörsamlega búnir á því. En ég hef aldrei nokkurn tíman verið jafn búin á því og núna um helgina. Ég byrjaði á því að labba í paradís og tók æfingu, yndislegur dagur. Á laugardaginn gekk ég á kjörstað. Á sunnudaginn þá var ég úrvinda, fór að sofa kl. 20 og vaknaði klukkann 10 ennþá þreytt með þrútin augu en eftir góða æfingu og sturtu leið mér svo vel, kúrði mig upp í sófa og verkjaði í hvern einasta vöðva. Ég elska að finna að vöðvarnir eru að virka. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað það þarf lítið til þess að klára mig. Það að hitta fólk tekur ótrúlega á. Þó mér þyki vænt um hitta alla og það er vissulega styrkur í fallegum kveðjum þá tekur það roslega á. Ég virði það mikils ef fólk spyr hvort það megi heilsa mér þegar ég sit í bílnum og mamma stendur fyrir utan, því þaðer meira en að segja það að hitta svona marga. Þess vegna var ég svona extra búin á því á sunnudaginn, af því ég fór út á meðal fólks. Ég trúi ekki öðru en þetta verði fljótt að koma, bara partur af því að skipta um umhverfi.

Ég vona að þið eigið góðan dag, ég ætla að eiga fínann dag og njóta sumarsins í paradís♥

3 athugasemdir við “Sumar í Paradís

Leave a Reply