Fyrir þremur árum

Það eru þrjú ár síðan ég og Ásgeir ferðuðumst um Ítalíu. Ásgeir hafði farið í heimsreisu árið áður og sagði að það væri ekkert fyrir mig. Þannig að við fórum í sjö vikna ferðalag þar sem við byrjuðum á Möltu og enduðum í Barcelona, en mest ferðuðumst við um Ítalíu. Þetta var sjö vikna draumaferð þar sem við lifðum frekar hátt og leyfðum okkur allt. Sjö vikur og það ringdi ekki á okkur í einn dag, við fórum öll kvöldin á fína matsölustaði. Við enduðum óvart á Taormina film festival og sáum heimsfrumsýningu á Man of Steel, í grísku hringleikhúsi sem var byggt löngu fyrir krist. Þvílík upplifun sem það var. Sáum alla aðalleikarana ganga rauða dregilinn. Við gengum um Amalfi coast, hjóluðum um Toscana, fórum í vín- og ólívuolíu-smökkun í gömlum kastala. Við fórum til Sorrento, Capri, Positano, Pompei, Napoli, Róm, Pisa, Flórens, Gardavatnsins og Mílanó. Ég væri til að fara á alla þessa staði aftur. Þessi ferð var draumur allt heppnaðist eins vel og hægt var! Það eru forréttindi að fá að vera ungur, ástfangin og hamingjusamur, fá að upplifa sögu og menningu annarra landa. Hugur minn fer í ferðalag við að skoða þessar myndir. Ég finn fyrir ást, hamingju, eftirvæntingu og gleði. Ég fyllist ekki söknuði og þrá þó tímarnir hafa breyst þess í stað fyllist ég eldmóð og eftirvæntingu að ná kröftum mínum upp, til að upplifa fleiri svona ævintýri með Ásgeiri.

Njótið dagsins. 🙂

2 athugasemdir við “Fyrir þremur árum

Leave a Reply