Kókosolía – til matar, í hár og á húð


Ég hef notað kókosolíu í allt mögulegt og í vetur var ég hreinlega böðuð upp úr henni.

Það er hægt að nota kókosolíu í flest allt frá steikingu á mat til hárnæringar.

Kókosolía er unnin úr kókospálmanum og hefur verið notuð til matargerðar í aldir í asískum eldhúsum.

Kókosolía inniheldur margar mettaðar fitusýrur og getur því, eins og smjör, þolað háan hita sem gerir hana góða til steikingar.

Kókosolían er hörð ef hún er í ísskáp, en verður mjúk ef hún er höfð á borði og er því oft notuð í óbakaðar kökur s.s. ávaxta -og hnetukökur, ýmsar hrákökur og konfekt. Því það er svo auðvelt að blanda henni við hin hráefnin svo stífnar hún þegar hún er sett í ísskáp og þá helst allt saman.

Kókosolíu er upplagt að smyrja á þurra húð og til að taka af make up einnig er hún góð sem hárkúr í þurra enda. Ég hef oft sett hana í hárið og sett það svo í fasta fléttu og sofið með kókosolíuna í hárinu, þvegið hana svo úr um morguninn. Eins er upplagt að nota hana til þess að fjarlægja umfram vax af húðinni eftir háreyðingu.

Ef kókosolían er þeytt þá breytist áferðin á henni, hún léttist öll og verður kremkenndari. Með því að þeyta hana verður miklu léttara að nota hana í hár eða á húð.

Það er hægt að gera fínasta skrúbb með því að nota þeytta kókosolíu og sykur. Á þennan hátt ert þú ekki að nota kemisk efni á húðina þína.

Ein athugasemd við “Kókosolía – til matar, í hár og á húð

Leave a Reply