Sunday SPA


Mér hefur alltaf fundist sunnudagar vera sérstakir dekurdagar, til að undirbúa bæði líkama og sál fyrir komandi viku. Ég byrja daginn á heitri langri sturtu set olíu á líkamann og skrúbba mig alla. Svo set ég maska í andlitið, í dag notaði ég hreinsimaska og rakamaska svo setti ég augnmaska, fór í fótabað, bar à mig krem og naglalakkaði mig. Þetta geri ég á milli þess sem ég les í bók eða er í tölvunni og skipulegg komandi viku. Ég bý til lista yfir markmið fyrir vikuna og fer yfir æfingar komandi viku. Mér finnst ég ná markmiðunum betur ef ég skrifa þau niður.


Á svona degi er möst að vera í þæginlegum fötum. Þessar buxur úr Vila eru það þæginlegasta sem ég á!


Það er svo góð þjónusta hjá The Body Shop, ég sendi póst á þær og spurðist fyrir um baðsalt í fótábaðið og fótakrem. Ég fékk svo góð svör við öllum mínum spurningum. Ég endaði á því að velja mér kælandi fótagel og baðsalt úr Peppermint línunni sem er ætluð fyrir fætur. Kælandi fótagelið róar húðina mér finnst upplagt að nota það eftir æfingar. Gott fyrir þreytta fætur og er rakagefandi þó ekki eins mikið og kremið í línunni. Baðsaltið hreinsar og mýkir húðina og undirbýr vel fyrir fótsnyrtingu. Piparmintan í baðsaltinu róar og kælir þreyta fætur. Ég mæli eindregið með þessum vörum.


Þessir inniskór eru must have fyrir kuldaskræfur eins og mig.


Mér þykir hversdags best að hafa svona bleiktóna nude naglakk þessi er litur drauma minna, snyrtilegur, ótrúlega fallegur og vekur athygli án þess að vera æpandi ég hef sjaldan fengið jafn mörg hól fyrir naglakk og þegar ég er með þetta.
Eftr svona dag verð ég afslöppuð og frísk fyrir komandi viku. Ég ætla að njóta dagsins með góðu fólki. Ég vona að þið eigið yndislegan sunnudag.

Leave a Reply