Spínat mangó smoothie


Í dag er föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi. Maður finnur hvernig andrúmsloftið breytist. Bærinn er að fyllast af fólki. Ég ætla að njóta helgarinnar með góðu fólki og hafa gaman!

Ég var að koma heim af æfingu, ég er búin að vera eitthvað slöpp í vikunni svo ég náði bara tveimur æfingum, á mánudaginn og svoí dag. Það hefur sjaldan liðið svona langt á milli æfinga hjá mér. Hver dagur er æfing útaf fyrir sig svo ég er ekkert stressuð þó það líði smá tími á milli æfinga. Það er bara ég sem sakna þess. Mér líður aldrei betur en þegar hver vöðvi er gjörsamlega búinn á því og ég finn blóðbragð í munninum svo þegar ég sest niður þá skelfur hver einasti vöðvi í líkamanum. Eftir þannig æfingar þá finnst mér best að teygja vel, ég er kannski sérstök en mér finnst virkilega þæginlegt að finna fyrir teygjunum. Það hefur verið ein af mínum stærstu martröðum frá því ég var lítil að ég myndi stirðna upp.


Lúka af spínati

Einn frosinn banani

Hálft avokadó

Einn bolli frosið mangó

Smá sítrónusafi

Kókosvatn
Èg byrjaði daginn minn á þessum græna smoothie hann er stútfullur af vítamínum og orku hann er líka svo frískandi. Það er tilvalið að fá sér þennan áður en farið er á æfingu. Bananinn og avokadó gefa orku og halda manni söddum lengi, kókosvatn er vatnslosandi og gott fyrir vökvajafnvægið. Ég gæti fengið mér þennan á hverjum morgni, hann er svo bragðgóður. Ég reyni altaf að eiga spínat í frysti og ég kaupi alltaf fersk mangó og sker þau og frysti. Ég set banana og avokadó inn í frysti þegar þau eru rétt þroskuð þá slepp ég við að henda ofþroskuðum bönunum eða avokadóum og á það tilbúið í smoothie.

Njótið helgarinnar ♥

Leave a Reply