Góð helgi að baki


Smekkbuxur: Forever 21, skyrta: ANNARANNA

Ég held að þessi dagur sé mesti letidagur ársins. Eg er enn í náttfötum og kúri mig undir teppi upp í sófa og horfi á þætti. Þannig ætla ég að vera í allan dag.

Það er skrítið til þess að hugsa að um seinustu verslunarmannahelgi þá var hápunktur helgarinnar að ég mældist 100% í súrefnismettun í fyrsta skipti eftir að ég veiktist, ég hélt svo oft að ég myndi ekki ná að vinna stríðið við mettunina. Í dag hugsa ég ekki um súrefnismettun ég setti samt mæli á fingurinn um daginn og mældist þá 100% ekki ástæða til að mæla mig aftur neitt í bráð.

En þessa verslunarmannahelgi bauð ég til mín góðum vinum. Eftir svona langan tíma þar sem ég hef einangrað mig var gott að geta loksins hitt alla aftur. Á seinustu verslunarmannahelgi hefði ég ekki haft möguleika á því að bjóða fólki til mín. Ég fyllist þakklæti þegar ég hugsa til þess hve mikið hefur breyst á þessu ári og svo hlakka ég til næstu verslunarmannahelgar því ég hef einhverja góða tilfinningu, eitthvað kítl í maganum sem lætur mig trúa því að þetta sé bara byrjunin á mínu ævintýri.

Leave a Reply