10 hlutir sem ég ætla að gera í ágúst


Nú er ágústmánuður byrjaður. Mér finnst tíminn líða hraðar en nokkru sinni. Ágúst byrjar hjá mörgum með látum á verslunarmannahelginni. Ég get ekki sagt að það hafi verið læti hjá mér, það var meira eins og allur kraftur hefðii verið sleginn úr mér, ég gat sofið endalaust og átti erfitt með að koma mér almennilega inn í daginn. Ég ætla að eiga gleðifylltan ágústmánuð þar sem ég einblíni á litlu hlutina sem gleðja svo mikið. Ég ætla að njóta þess að eiga fyrsta ágústmánuð síðan ég man eftir mér, sem ekki er litaður af stressi yfir tímamótum eða vegna komandi breytinga. Ég gæti alveg stressað mig yfir komandi tímum en ég er búin að átta mig á að lífið er of stutt til að eyða því í þannig vitleysu!


Að ganga meira 

Maður þarf að vinna fyrir árangri og ef ég ætla mér að ganga óstudd þá þarf ég að vinna fyrir því.
Ganga stiga (15 tröppur)

Ég hafði hugsað mér að setja mér markmið og gera það minnsta kosti fjórum sinnum í viku til að byrja með.
Fara út að ganga

Það erfiðastasta sem ég gerði þegar ég kom heim um páskana var þegar pabbi fór með mig í göngutúr í hjólastólnum, um götur sem ég hafði áður hlaupið, vanmáttarkenndin helltist yfir mig og tárin byrjuðu að streyma. En nú get ég gengið með stuðning, ég hef bara hjólastólinn með til að hvíla mig.
Fara í gegnum fötin mín

Taka sumarfötin frá og ná í hlý vetrarföt.
Kaupa mér haust flíkur

Ég hef alltaf keypt á haustin skólaföt, mér finnst vera óþarfi að hætta því þó ég sé ekki í skóla. Mig langar í þæginlegar ,,heima-buxur” svo þarf ég að vera praktísk og hugsa um notagildið, ég nota meira föt sem eru grátóna, svört eða hvít. Mig langar í gallabuxur, flotta kósý peysu og svo langar mig svo mikið í skyrtu með víðum ermum! 
Fara í heitapottinn útí garði

Ég hef ekkert farið eftir að ég veiktist það væri gaman að prufa fljótlega.
Halda betur utan um vikulegu markmiðin mín

Ég hef alltaf strokað þau út eftir hverja viku en þetta eru svo góðar heimildir og gaman að skoða þegar frá líður.
Vera dugleg að nota aðalbláber úr fjallinu og jarðaber úr garðinum í boozt og út á chiagrauta

Ég á það til að gleyma því sem er næst mér og bara kaupa, sem er fáránlegt þegar maður hefur bestu jarðaber sem til eru bara út í garði, og það tekur mig 4 mín að komast í alvöru berjaland.
Taka út sykur

Eftir að ég byrjaði að borða aftur þá þykir mèr allt sem er sætt vont svo það væri ekki mikið sem þyrfti að breytast. Mig langar bara að prufa þetta í viku.
Ögra mér meira

Minn karater er ekki þannig gerður að ég geri ekki hluti af því þeir eru erfiðir. Ég geri hluti vegna þess að þeir eru erfiðir þannig verða þeir léttari.

3 athugasemdir við “10 hlutir sem ég ætla að gera í ágúst

  1. Það mættu svo margir taka þig sér til fyrirmyndar. T.d. ég.
    Gott og gaman að geta fylgst með þér hérna, þú gefur eflaust mörgum innblástur 🙂

Leave a Reply