Paradísarreitur

Ö
Ég  byrjaði daginn minn úti í þeirri undraveröld sem garðurinn minn er með bók og naut líðandi stundar. Þessar myndir eru af þeim stað sem ég elska að vera á, á svona góðviðrisdögum.

Við eigum stóran og fallegan garð sem er gróðursæll og vel hirtur. Ég á mér uppàhaldsstað í honum sem er langt frá götu og í skjóli frá öllu. Þessi staður er einstakur mér líður alltaf sem ég sé ein i heiminum og tíminn standi í stað þegar ég sit í grasinu lygni aftur augunum og hlusta á þytinn í laufinum og sjóinn hreyfa til steina í flæðarmálinu. Grænt nýslegið grasið kítlar iljarnar, rauð jarðaber eru þarna í margra lítra vís, kirsuberjatré i blóma og annar gróður í fullum skrúða á þessum kyrrláta og ótrúlega friðsæla stað. Þangað fer ég til að núllstilla mig og til að vera ein með hugsunum mínum, þessi staður gefur mér orku sem ég fæ hvergi annarsstaðar. Náttúrubarnið í mér fær alveg að njóta sín til fulls með ilminn af jarðaberjum í nefinu og smjattandi helst á nokkrum, í þessum paradísarreit.

Njótið dagsins 🙂

3 athugasemdir við “Paradísarreitur

  1. Falleg lýsing á unaðsreitnum sem þið eigið. Hef séð hann með eigin augum og veit að hann er yndislegur. Kveðja Hjördís og Eyfi

  2. Mig er farið að dreyma þennan garð ykkar 😊Sannkölluð undraveröld sem gefur vel af sér.. Vonandi fáum við nokkra svona daga í viðbót í sumar!

Leave a Reply