Nýtt í fataskápnum


Ég er spennt fyrir komandi hausti og ég hlakka til að kúra mig upp í sófa undir teppi og með kertaljós logandi um alla stofuna. Ég kann líka betur við tískuna sem fylgir haustinu, kuldaskræfan ég er á heimavelli þegar kemur að því að klæða sig í mörg lög af fötum eða í hlý föt. Nýlega eignaðist ég þessa flottu og ótrúlega þæginlegu blússu frá Farmers Market hún á eftir að verða mikið notuð. Mér finnst svo gaman að klæðast íslenskri hönnun. Ég vann alltaf í búð sem seldi íslenska hönnun, þar kunni ég vel við mig og mér fannst sérstaklega gaman að kynnast íslenskum merkjum. Þessi blússa er úr nýju dömulínu Farmers Market sem heitir HAGI. Ég vildi hafa mína aðeins síðari svo ég tók númeri stærra en venjulega, mér finnst líka flott að hafa hana í réttri stærð ég veit bara að ég nota hana meira svona. Þetta er þæginlegasta blússa sem ég hef farið í efnið er ótrúlega lét og mjúkt svo er það svo fallegt! Ég sé mig geta notað hana hversdags og fínt svo er hægt að hafa bandið bundið hvernig sem er eða sleppa því, þetta eykur notagildið því maður getur breytt blússunni algjörlega með því að binda hana öðruvísi.

Ein athugasemd við “Nýtt í fataskápnum

Leave a Reply