Húsgögn með sögu

Eins og er búum við heima hjá mömmu minni og pabba. Ég hef alltaf þurft að hafa fínt í kringum mig og herbergið er alveg eins og þegar ég flutti að heiman fyrir þremur árum. Þar eru nokkrir hlutir sem mér þykir alveg einstaklega vænt um. Ég á bestu foreldra í heimi sem alltaf hafa reynt uppfylla allar hugmyndir sem ég fæ í hausinn. Heimsins besti pabbi er besti smiður sem getur smíðað allt og heimsin besta mamma er heilinn á bak við alla hlutina, hún útfærir hugmyndirnar mínar þannig pabbi geti smíðað þær. Þó ég segi sjálf frá erum við ansi gott tríó. Ég ætla að sýna ykkur þá hluti sem eru mér kærastir ég sleppi því að tala um hina. Flest öll húsgögnin í herberginu eru síðan ég kláraði grunnskóla og herbergið hefur lítið breyst síðan þá.

Mèr finnst möst að hafa rúm með rúmgafli en þar sem rúmið mitt er undir súð er ekki hlaupið að því að kaupa tilbúinn rúmgafl svo mamma og pabbi töfruðu framm þennan fóðraða pleður rúmgafl.

Þessa kommóðu smíðaði pabbi fyrir ömmu mína löngu fyrir mína tíð, þá var hún laxableik. Svo fæ ég hana þá var hún brotin og laxableik. Pabbi lagaði hana og málaði þá varð hún svona fín. Ofan á henni geymi ég saltsteinslampa og skál þar sem ég geymi þá skartgripi sem ég nota mest.

Ég var ekki heima eina helgina svo þegar ég kom heim aftur þá var þessi flotta slá komin upp í herberginu mínu. Mamma og pabbi töfruðu fram þessa.

Þennan stól keypti afi minn þegar hann var í millilandasiglingum á England í kringum 1925. Stóllinn var þá keyptur gamall seinna var hann málaður svartur. Ég er voða lukkuleg með þennan stól sem er eflaust smíðaður á þar síðustu öld en er núna geymsla fyrir rúmteppi og kodda inn í mínu herbergi.


Ég átti hugmyndina af þessum fatastand sjálf og pabbi smíðaði hann fyrir mig. Yfirleitt hafa hangið háhælaðir skór á neðstu spítunni og hann verið yfirfull af töskum og fötum en svo áttar maður sig á því að less is more og núna hangir bara flík sem er of síð til að hanga á slánni, Farmers Market silkikjóllinn minn, náttsloppurinn minn, einungis töskurnar sem eru í mestri notkun, Steve Madden og by Malene Birger, feldur og svo hatturinn minn.

Leave a Reply