Fullkominn sunnudagur

Dagurinn minn byrjaði nákvæmlega svona. Einmitt núna sit ég upp í rúmi og er að skipuleggja og setja mér markmið fyrir vikuna og mánuðinn. Ég skipulegg mig svona af því ég hef svo gaman af því. Þegar ég hafði óskaddaða hendi þá var ég alltaf með dagbækur til að plana dagana og fimm pennaveski full af allskonar litum og pennum til að hafa það sem ég skrifaði sem fínast. En eftir að blóðtappinn tók hægri höndina frá mér þá hef ég verið að prófa mig áfram með að nota bara ipadinn og það er að venjast furðu vel. Ég hef líka frá því ég var í 10. bekk sett mér markmið ýmist vikuleg eða mánaðarleg bæði tengd náminu, hreyfingu og lífinu almennt. Því mér finnst betra að minna mig reglulega á hvert ég vil stefna í lífinu og líka bara til að minna mig á hvað sem er. Þennan sunndaginn eru til dæmis sjampókaup ofarlega á listanum. En ég er að jafna mig eftir flensu svo ég ætla að kúra mig í sófanum og horfa á þætti. Það er ekki til betri leið til að eyða sunnudeginum. Ég vona að þið njótið dagsins 🙂

2 thoughts on “Fullkominn sunnudagur

  1. Þú ert svo mikið yndi elsku Katrín, þarf að fara að kíkja á þig með Míu Salóme, yngsta flateyringinn, áður en þú ferð suður 🙂 í smá knús.
    Gangi þér vel elskuleg

    Like

Leave a Reply to katrinbjorkgudjons Cancel reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s