Ég fer sátt inn í helgina

Ég er svo ánægð með þessa æfingaviku! Mér líður svo vel í hverjum einasta vöða í líkamanum. Ég finn svo mikinn mun á hverjum degi hvað ég er að verða styrkari og kraftmeiri. Ég er glöð allan daginn eftir æfingar því í hverri æfingu þá get ég gert eitthvað sem ég gat ekki gert í æfingunni daginn áður. Ég gæti ekki verið þung andlega þegar ég hef svona mikið til að gleðjast yfir.


Ég stjórna sem betur fer ekki lífinu en ég stjórna hvernig ég tækla lífið mitt. Ég hef aldrei verið manneskjan sem gerir mikið mál úr litlu heldur alltaf reynt að finna eitthvað til að gleðjast yfir. Það kemur sėr vel fyrir mig í dag að hafa alltaf verið kát og glöð, sísyngjandi ljóshærð með krullur sem lærði það ung að taka ekki lífinu sem gefnu, þannig hef ég allveg frá því ég man eftir mér borið mikla viringu fyrir lífinu og reynt að njóta alls þess fallega og góða sem er í kringum mig og dagurinn bíður upp á. Litlir hlutir eins og fallegir haustlitir eða hafa fínt í kringum mig gefur mér ótrúlega mikið. Ég hef alltaf einblínt á að njóta augnabliksins og gera það besta úr því sem ég hef.


Einmitt núna ligg ég upp í sófa og sötra chai latte. Ég er þreytt í öllum vöðvum en aldrei liðið jafn vel. Það hentar mér svo mikið betur að æfa daglega, það gerir daginn mikið léttari að hafa rútínu. Ég gæti ekki farið sáttari inn í helgina með allar framfarir vikunnar. 🙂

2 athugasemdir við “Ég fer sátt inn í helgina

Leave a Reply