Fallega haust

Ég elska allt við haustin, þykkar stórar peysur, haustlitir og laufin, treflar, te, loftið verður kaldara, dimmara og kertaljós á kvöldin. Ég er alveg komin í haustgírinn og komin með fullt af listum til að reyna að auðvelda komandi tíma. Ég hef alltaf eftir að ég fór að búa þurft að vera með gott skipulag á hlutunum vikuinnkaupum, matseðli og þrifum o.s.frv. og núna þegar ég fæ þau forréttndi að leggja krafta mína með mömmu kröftum þá trúi ég að þá gerast kraftaverk! Ég er svo spennt fyrir komandi tímum. Það er svo gaman og er mér svo mikilsvirði að fá að vera hluti af lífinu, allt seinasta árið þá lá ég bara inn á stofnun mér gat ekki verið meira sama um veðrið og breytingarnar á samfélaginu sem áttu sér stað handan gluggans á stofunni sem ég lá á. Ég hafði ekki krafta til að vera þáttakandi í lífinu. Mér leið alls ekki illa ég þurfti bara að hugsa um annað. Núna er svo margfalt skemmtilegra að fá að vera þáttakandi, ég sé fegurðina og gleðina í öllu, ég nýt þess miklu meira en áður að hlusta á regnið dynja á þakinu, kúra mig uppí sófa með tebolla eða koma út og það er heiður himinn og haustlitirnir blasa við hvert sem ég lít, lífið hefur aldrei verið jafn fallegt og það er einmitt núna. Eitt sem fylgir öllum mínum haustum er sulta og saft sem við mamma og pabbi búum til úr aðalbláberjum úr hlíðinni og jarðaberjum úr garðinum. Þá verður þetta tíður morgunmatur hjá mér, Örnu hreint jógúrt með banana niðurskornum eða stöppuðum og saft. Mér finnst líka gott að hafa með þessu kókosflögur eða granola.

Njótið dagsins ❤️

Leave a Reply