Vestfirskt haust

Í gær var svo ótrúlega kyrrlátt, stillt og fallegt veður. Þegar við keyrðum heim af æfingu þá varð ég að eignast þessar myndir af fallega firðinum mínum. Ég er stolt af því að líkjast afa mínum að því leiti að hann gat fyllt heilu myndaalbúmin bara af fallegum landslagsmyndum og hann kenndi mér að sjá fallegu náttúruna sem er allt í kringum mann. Ég stóðst ekki litbrigði haustsins í gær, norðan megin í firðinum voru hvítir fjallatindar, lognið var svo mikið að hafið var spegilslétt, haustlitir í hlíðunum, samspil birtu og skugga var dásamlegt, fjaran og fuglarnir kórónuðu fegurðina. Mig hefði aldrei grunað að tenging mín við hafið væri svo sterk og náttúrubarnið í mér væri svo ríkt að ég varð endurnærð eftir að keyra um fjörðinn minn með allar rúður niðri svo ég fengi smá golu á mig og fengi sólina í fangið, finndi lyktina af sjónum og grasinu, á meðan ég horfði yfir sanda og hlíðar sem ég hafði áður hlaupið þá fylltist ég krafti frá fjöllunum, sjónum og náttúrunni. Ég ætla mér að eiga möguleika á því að njóta fjarðarins míns eins og áður, syngjandi og hlaupandi. 

Í dag er veðrið alveg eins og ég ætla að njóta dagsins úti með góða fólkinu mínu og njóta  fegurðarinnar á meðan ég er hér heima. Eigið indislegan dag. 🙂

2 athugasemdir við “Vestfirskt haust

  1. Katrín þú ert klárlega besti bloggarinn á Íslandi í dag. Ég þekki þig ekki en rakst fyrir tilviljun á bloggið þitt og núna er ég orðin áskrifandi. Þú hefur svo jákvætt og þroskað viðhorf til lífsins að það bætir okkur öll að lesa skrifin þín, svo er mjög gaman að sjá þessar góðu ljósmyndir frá gömlu heimabyggðinni minni Flateyri en ég bjó þar þegar ég var stelpa. Takk enn og aftur fyrir flott blogg 🙂

Leave a Reply