Það sem ég ætla að gera október

Nú skríðum við inn í október og segjum skilið við allar vonir um falllegt veður til að lengja sumarið, því núna er komið haust. Við finnum hvað það kólnar með hverjum deginum sem líður. Mér finnst fátt notalegra en þegar veðrið er svona eins og það hefur verið undanfarna daga, þá finnur þú mig undir teppi, upp í sófa, í kósýgallanum og helst með kveikt á kertum. Það sem af er október hafa átt sér stað miklar breytingar hjá mér og ringulreið á huga mínum svo stóra markmiðið mitt í mánuðinum er að halda innri ró og líða vel. Hér eru 10 hlutir sem ég ætla að gera í október.

Verða liðug aftur. Ég geri mér alveg grein fyrir því að splitt og spíkat dagar mínir eru taldir, en þrátt fyrir það þá ætla ekki að stirðna svo upp að ég verði ekki venjulega liðug. Ég hef alltaf verið mjög liðug án þess að hafa æft nokkuð, það kemur sér vel fyrir mig núna eftir meira en ár af hreyfingaleysi og finnst mér vel sloppið að stirðna ekki meira.
Fá ró á huga minn eftir miklar breytingar. Streita, kvíði og stress fer rosalega illa í mig. Það var dásamleg tilfinning þegar ég áttaði mig á því að lífið væri of stutt fyrir þetta rugl. Það að kvíða morgundeginum, stressast upp í mómentinu og láta allt pirra mig. Að vera laus við þetta er líkt og að hafa verið fangi sem átti yfir höfði sér pyntingar þangað til hann dæi en hann hann slapp. Ég nýt lífsins miklu betur núna. Ég held það sé gott að minna sig á þetta til að forðast þessa gryfju eins og heitann eldinn.
Vinna að því að sjá í magavöðvana aftur. Ég finn vel fyrir þeim, en ég held að þessi punktur sé fyrir sjálfið, ég meina ef ég get endurheimt 6packið af hverju ætti ég ekki að geta endurheimt allt hitt!
Dekra við mig á sunnudögum. Það er ekki hægt að byrja vikuna betur en á alvöru sunday SPA með heitu baði, olíum, möskum, kremum og liggja í sófanum með bók eða horfa á uppáhaldsþættina. Þannig safna ég kröftum fyrir komandi viku.
Leggja mig alla fram í æfingum. Mér finnst ekkert í heiminum skemmtilegra en þegar ég finn árangurinn koma. Ég veit ekkert unaðslegra en þegar mig svíður í vöðvana við áreynslu, verða alveg búin á því líkamlega og þegar ég fæ harðsperrur, finna hvað hlutirnir verða auðveldari dag frá degi. Ég geri nefnilega ekki hlutina útaf því að þeir eru erfiðir, ég geri hlutina vegna þess að þeir eru erfiðir þannig verða þeir léttari!
Eiga kvöld með fólkinu mínu. Mig langar að bjóða vinum mínum í spilakvöld eða að horfa á góða mynd saman, kósýkvöld með kærastanum eða dekurkvöld með þeim sem standa mér næst.
Prufa nýjar uppskriftir. Ég elska að smakka og prufa eitthvað nýtt og holt. Ég safna alltaf að mér uppskriftum og þennan mánuð ætla ég að prufa nokkrar þeirra.
Hafa augun opin fyrir nýrri ullarkápu. Mér finnst mig vanta allar yfirhafnir fyrir haustið og veturinn, þá finnst mér upplagt að byrja á því að finna mér fallega og hlýja ullarkápu.
Gera meira af því sem mér finnst skemmtilegt og lætur mér líða vel. Mér finnst fátt skemmtilegra en að plana og finna mér eitthvað til að fræðast um. Ég hef alltaf þurft að eiga marga drauma og mér líður best þegar ég hef eitthvað að hlakka til.
Síðast en alls ekki síst er að mig langar að kaupa mér miða í leikhús. Mér þykir svo dásamlega gaman að detta inn í töfraheim leikhússins.

Leave a Reply