Gleði & hamingja


Jólabarnið í mér stóðst ekki jóla Bo Bedre þegar ég sá það í Hagkaup um daginn, ég fór beinustu leið heim og hlustaði á jólalög og skoði blaðið. Ég hlakka altaf svo til jólanna, á haustin bý ég mér til lista yfir jólagjafahugmyndir bæði hugmyndir fyrir mig til að gefa öðrum og óskalista fyrir mig, núna er ég með lista yfir þær jólamyndir sem mig langar að sjá.


Ég sigraðist enn og aftur á sjálfri mér í gærkvöldi þegar ég fór í leikhús. Ég fór með dásamlega fólkinu mínu á Mamma Mia, stórkostleg sýning í alla staði, lögin hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, ég var pínu lítil syngjandi Mamma Mia svo þegar myndin kom út þá gat ég horft endalaust á hana og diskinn spilaði ég aftur og aftur í nokkur ár. Þessi sýning veitti mér mikla gleði og hamingju. 


Mér finnst ótrúlegt að það skuli vera kominn nóvember. Það er mánuður síðan við komum í bæinn, mér líður eins og ég hafi komið fyrir 2 vikum. Ég er ekki alveg búin að finna mig í hröðum hversdagsleikanum hér í Reykjavík það tekur mig alltaf smá tíma að venjast en svo lengi sem ég fæ tíma til að hlusta á tónlist, skoða blöð og skrifa þá sogast ég ekki inn í stressandi hraðann sem fylgir hversdagsleikum. Mig hefði aldrei grunað hvað það að skrifa bjargar mér og hefur alltaf gert, eftir að hafa upplifað mánuði þar sem ég skrifaði ekkert þá sé ég að það hjálpar mér svo ótrúlega mikið andlega. Hugurinn fer á einhvern sælustað við það að raða saman orðum helst með góða tónlist í bakgrunninum, þá týnist ég í tónaflóðinu og fer á flug og verð ósigrandi. Þegar ég hef átt erfiðann dag þá kveiki ég á tónlist og skrifa niður fimm hluti sem létu mér liða vel þann daginn og við þessa upprifjun þá líður mér strax mikið betur og ég fer sátt að sofa 🙂

Leave a Reply