Það sem ég ætla að gera í nóvember

Að hugsa sér að það sé kominn nóvember, mér finnst það ótrúlegt. Þessi mánuður á að fara í jólastúss, kaupa jólagjafir og jólaskraut. Þessi mánuður hefur venjulega verið stútfullur af jólatónlist enda hef ég verið í tónlistarnámi og alltaf mikið að syngja í desember þannig að ég byrja að hlusta á jólalög í nóvember, ég ætla að búa til jólaplaylista til að hlusta á, þá líður mér svo vel.


Ég er búin að liggja í pest alla seinustu viku, svo ég er ekki búin að koma mér í rútínu og ég er ekki komin með hugann á sinn stað. Ég ætla að ná mér af þessari pest og koma mér í gírinn aftur. Þegar pestin verður farin þá ætla ég að taka ákvörðun um tölvukaup og vonandi kaupa fína tölvu. Ég ætla líka að fara í Ikea. Mig langar svo í ilmkerti helst með jólailm svo kaupi ég alltaf jólaskraut og ef ég finn tölvu þá þarf ég að kaupa borð undir hana og góðann skrifborðsstól til að hafa við tölvuna. Í nóvember langar mig að kaupa mér jóladagatal frá einhverju merki, mér finnst það tilvalið fyrir svona jólabörn eins og mig.     

2 athugasemdir við “Það sem ég ætla að gera í nóvember

Leave a Reply