Jólagjafahugmyndir

Fyrir hana…

Á hverju ári nýt ég þess að velja jólagjafir fyrir mína nánustu. Ég reyni að hafa það fyrir reglu að gefa bara mínum allra nánustu óþarfa sem þau myndu aldrei kaupa sér sjálf en ég veit að þeim langar í. Föt eru þar efst á lista enginn á nóg af fötum og það er bæði gaman að gefa og fá fallegar flíkur. Ég veit ekki um neina stelpu sem myndi líka það illa að fá koddasprey eða uppáhalds rakakremið mitt frá L’Occitane, svo hef ég mjög gaman af góðri húðumhirðu og ég elska að fá eitthvað nýtt til að bæta húðumhirðuna hvort sem það eru maskar, andlitskrem eða face tan water. Á mínum óskalista eru náttföt alltaf mjög ofarlega, ég veit ekkert betra en að fara í ný náttföt á aðfangadagskvöld og setjast upp í sófa með góða bók, heitt súkkulaði og smákökur.

Njótið þess sem eftir er dagsins 🙂

One thought on “Jólagjafahugmyndir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s