Útprentaðar minningar á spýtu


Ég hef alveg síðan ég man eftir mér haft áhuga á að taka myndir, ég man eftir mér 4 ára raða böngsunum mínum upp fyrir myndatöku svo var bara svo gaman að horfa í gegnum linsuna og taka myndir frá öllum sjónarhornum og allt í einu var filman búin. Sem betur fer komu stafrænar myndavélar flótlega og þá fékk ég nóg að leika mér. Mín helsta skemmtun var snemma að vinna myndir í hinum og þessum forritum. Ég var því dugleg að gefa vinum mínum myndir í gjafir, enda eru ekki til dásamlegri gjafir en myndir sem kalla fram góðar og jafnvel hlæilegar minningar.


Ég bjó til þessar þrjar fyrir mörgum árum. Þetta sýnir hvað ég er mikill dundari bæði í myndvinnslu og að hafa farið út á verkstæði til pabba og búið til þessa spýtukubba svo bara prentaði ég myndirnar út og límdi þær á spýtuna. Þetta er næstum því hlægilega einfalt og hægt að gera margvíslegar útfærslur af þessu. Myndirnar geta verið límdar á hvað sem er og það er auðveldlega hægt að gera fínasta jólaskraut með því að líma jólamyndir á t.d spýtu sem gæti staðið á borði!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s