Jól í myndum

JÓL 2016♥


Þegar ég leit út um gluggann minn á aðfangadagsmorgun…

WINTER WONDERLAND!



Á aðfangadagsmorgun vöknuðum við í winter wonderland, þegar ég fór að sofa kvöldið áður sá ég ekki snjókorn á jörðinni. Fallegra verður það varla en þegar jólasnjór fellur beint niður og safnast fyrir á tjágreinum og það hreyfir ekki vind svo snjókornin fá að liggja nákvæmlega þar sem þau lenda, jólalegra verður það ekki. Seinustu daga hef ég notið þess að eiga dásamlegar stundir með fjölskyldu minni og tengdafjölskyldu. Þetta hefur verið svo afslappað og gott frí sem ég þurfti mikið á að halda eftir mikla keyrslu undanfarna mánuði. Núna er tími til að rifja upp allar góðu minningarnar sem við eigum og vera þakklát. Ég er þakklát fyrir allt það góða fólk sem er í kringum mig, sérstaklega þakklát fyrir ástina í lífinu mínu, síðastliðinn nóvember voru sjö ár frá því hann eignaði sér hug minn og hjarta og á nýársdag var ár frá því hann kom mér á óvart og bað mín. Árið hefði ekki getað byrjað betur og ég er viss um að árið 2016 hafi verið með þeim betri árum sem ég hef upplifað enda var það fyrsta árið mitt í tvö ár sem ég fékk engin heilaáföll það er góð tilbreyting. Eins fegin og ég var í fyrra að 2015 væri búið þá varð ég núna næstum klökk við að kveðja 2016, en ég gæti ekki verið spenntari fyrir 2017!

4 athugasemdir við “Jól í myndum

Leave a Reply