Það sem ég ætla að gera í janúar


Í mörg ár hef ég skráð hjá mér mánaðalegan to do lista, mér þykir gaman að deila honum með ykkur. Núna þá þrái ég að koma mér aftur i rútínu eins og sést vel á þessum lista. Eins gaman og spennandi mér þykir að jólaskreyta þá verður mér alltaf létt þegar jólaskrautið er komið ofan í kassa og lokað inní geymslu. Hjá mér einkennist janúar alltaf af þessum létti.

Koma mér í rútínu, eftir þetta rútínulausa jólafrí dreymir mig um að fara að sofa snemma, æfa skipulega og borða næringaríkara.
Mig langar í janúar að finna mér þætti til að horfa á.
Skipuleggja mig betur. Þegar ég er að vinna að einhverju þá þykir mér best að skipuleggja hverja mínútu þó ég fari ekki í þann öfgapakka þá get ég skipulagt allt í kringum æfingarnar og lauslega hvern dag.
Tala meira, ég ætla mér að tala og þá þarf ég bara að æfa mig mjög mikið.
°Ögra mér bæði í æfingum og líka í lífinu almennt, ekki segja nei við öllu sem mér er boðið.
Hlusta meira á tónlist. Tónlist hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi og ég finn hvað ég vinn mikið hraðar ef ég er með tónlist í eyrunum, tónlist veitir mér líka innblástur.
Vera duglegri að nota Instagram. 
Leggja mig alla fram í æfingum.
Mig langar að prufa mig áfram með fleiri smoothia og chiagrauta.
Ég held að ég hafi stirnað upp í jólafríinu svo ég ætla mér að teygja vel í janúar.

2 athugasemdir við “Það sem ég ætla að gera í janúar

Leave a Reply