Out of the comfort zone 

Takk allir fyrir þennan gífurlega fjölda af skilaboðum sem ég er búin að fá síðustu daga. Að vera kosinn Vestfirðingur ársins henti mér nú heldur betur í djúpu laugina, ég var búin að ákveða að ég ætlaði að ögra mér meira í janúar svo ég sagði loksins já við að fara í viðtal og svo fór ég í myndatöku. Ég sem var búin að ákveða að ég væri ekki tilbúin í það og alltaf neitað öllum sem hafa boðið mér viðtöl. Þó ég hafi hugsað um að neita þessu líka þá finnst mér pínu skemmtilegt að fyrsta viðtalið við mig skuli birtast í bæjarblaðinu. Þetta var erfitt en ég er umvafin svo góðu fólki og þau hjálpuðu mér svo þetta varð bara skemmtilegt. Svo kemur þetta ljómandi fínt út, ég er svo þakklát þeim sem stóðu að þessu og vildu fá viðtal við mig. Ég verð alltaf hissa og svolítið upp með mér þegar mér er boðið viðtal. Það er öllum hollt að fara út fyrir sinn þægindaramma, ég er stolt af mér! 

Sjá viðtalið hér.


Thanks everyone for the incredible amount of messages I’ve received in the last few days. Being voted Westfjords’ person of the year certainly threw me in at the deep end, but having decided to challenge myself more in January I decided to agree to do both an interview and a photoshoot. I have always said no to any requests for interviews and thought about saying no this time as well. But I’m so happy I didn’t and I’m happy that my first interview I gave was to the local newspaper in my hometown. It sure was difficult but the awesome people around me helped out and made it a lot of fun. I’m truly happy about the outcome and so thankful to the people who made it all happen. I always get quite surprised and honoured when I get asked for an interview. It’s good for everyone to step out of their comfort zone, I’m proud of myself!

Ein athugasemd við “Out of the comfort zone 

Leave a Reply