Litlu sigrarnir í janúar

Í janúar ætla ég bara að hafa tvo risastóra sigra. Fyrsta mánuðinn eftir að ég vaknaði eftir aðgerðina þá gat ég ekki myndað nein hljóð svo komu hljóðin smátt og smátt. Ég gleymi aldrei þegar það komu í fyrsta sinn viljastýrð hljóð, þá grét ég af gleði það var svo frelsandi að geta látið fólkið í kringum mig vita ef það gerði eitthvað sem mér mislíkaði eða meiddi mig, frá og með þeim degi fékk ég stjórnina yfir sjálfri mér loksins aftur, ég glataði henni í nokkrar vikur á meðan ég gat ekki með nokkru móti tjáð mig. Núna er viljastýrða röddin alltaf að aukast og i haust setti ég mér markmið um að geta haldið tón í 3 sekúndur, ég mæli þá 3 sek sem meðaltal af þremur skiptum sem ég reyni að halda tóninum. Í seinustu viku rakst ég á þessi markmið og mældi hvort ég næði því og ég náði rúmlega 9 sek. Hinn sigurinn veitir mér smá tilfinnigu fyrir frelsi sem ég hef ekki fundið síðan ég veiktist. Núna næ ég að segja fullkomlega skiljanlega mamma og kallað á mömmu milli herbergja, það er gríðarlegur lúxus að geta sagt eitt orð með rödd þannig aðrir skilji mann!

 

 

//In January I’m going to focus on two big victories. The first month after I woke up from the surgery I couldn’t form any sounds, but then they gradually came back. I’ll never forget the first time I managed to form a sound intentionally of my own accord, I cried from happiness. It was so redemptive to be able to notify the people around me if they did something I didn’t like or if I was in pain. From that day on I finally retrieved control over myself, something I had lost for the few weeks following the surgery, when I could by no means express myself. Now the sound of my voice is increasing and a few months ago I set a goal for myself to be able to hold a tone for 3 seconds, as a mean of three trials. Last weekend I remembered those goals again and found out that now I can actually hold it for more than 9 seconds. The other victory gives me a piece of freedom I hadn’t experienced since before I had the stroke. I’m able to say the word mom perfectly and call on my mom from one room to another. It’s an unbelievable luxury to again be able to use your voice so that other people can understand you.



2 athugasemdir við “Litlu sigrarnir í janúar

Leave a Reply