The first day of sun 

☀️SÓLARPÖNNUKÖKUR☀️
Margir telja að það sé galli við Vestfirði að fallegu fjöllin séu svo há að sólin komist ekki uppfyrir þau rétt á meðan hún er sem lægst á lofti. Á móti kemur að dagurinn sem sólin skín inn um gluggann í fyrsta sinn á nýju ári verður sannur gleðidagur og ég er alin upp við að pabbi baki þær albestu sólarpönnukökur sem til eru.


//Many people think it’s a downside of the Westfjords that the mountains are too high for the sun to shine over here during a part of the winter. Then again, the day each year when the sun shines through my window again is certainly a happy day. We have this tradition where I’m from, to bake pancakes every year on that day and my dad makes the by far most delicious pancakes there are.


Í gær þegar ég dró frá herbergisglugganum mínum þá blindaðist ég af geislum sólarinnar. Þessi dásamlegi lífgjafi úr austri yljar hjarta mínu á einhvern einstakan hátt. Pabbi skellti strax í pönnukökur og ég sver að þær hafa aldrei verið jafn góðar og ég borðaði yfir mig af þeim enda veit ég fátt betra en pabba pönnnukökur með mömmu sultu. Pabbi gerir einhverja galdra þegar hann gerir pönukökur, ég næ illa að pína ofan í mig pönnukökur sem einhver annar gerir því mér þykja þær svo vondar en ég get borðað endalaust af þeim sem pabbi gerir.
//Yesterday, when I opened the curtains of my bedroom window, the sun shone in and blinded me. This wonderful lifesaver from the east warms my heart in some special way. My dad started baking pancakes right away and I so swear, they’ve never been as yummy as they were now. Since I can’t think of anything better than those pancakes with my mom’s jam on I totally overate. My dad does some kind of magic while baking them cause in fact I don’t like pancakes in general, but these are somehow different and I can eat endlessly of them.


Leave a Reply