Það sem ég ætla að gera í mars

Þá er mars runninn upp, afmælismánuðurinn minn. Ég held að tíminn frá jólum að afmælinu mínu sé alltaf að styttast, svo sé bara mars bara allt í einu kominn. Mars minnir okkur á að vetur konungur sé hérna enn þó hann hafi legið í hálfgerðum dvala hingað til svo þarf hann ekki að gera annað en að berja hnefanum í borðið og þá fennir allt í bólakaf. Við skríðum inn í marsmánuð með hvíta jörð og sól á himni. Mér finnst landslagið og birtan stíga undraverðan dans saman, ef ég gæti þá myndi ég gleyma mér úti við að mynda og reyna að fanga þessa fegurð.

Við ætlum að búa til notalegt vinnurými handa mér og í mars ætla ég að velja lit og mála allt holið frammi.

Eins þarf ég að kaupa skrifborð og skrifborðsstól.

Mig langar að vera duglegri við að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir og deila þeim bestu hér með ykkur.

Eftir þessa Reykjavíkurferð hef ég enga afsökun að ganga ekki mikið meira og í mars ætla ég mér að gera það.

Ögra mér meira, ég hef aldrei verið týpan sem gerir ekki hlutina vegna þess að þeir eru mér erfiðir, ég geri hlutina af því þeir eru mér erfiðir, þannig verða þeir léttari.

Ég ætla að leggja mikla áherslu á allar æfingar.

Ég þarf að passa mig á því að lokast ekki inni í fallega húsinu okkar, í mars ætla ég í göngutúra.

Mig langar líka að panta mér miða í leikhús, það gekk svo ljómandi vel seinast að mig langar aftur, helst með góðri vinkonu.

Mig langar að gera mér einhvern dagamun útaf afmælinu mínu.

Með hækkandi sól er svo gaman að láta sér hlakka til vorsins og sumarsins.

Leave a Reply