About last week 


Í síðustu viku var ég með flensu, en núna er mér batnað, þá er svo gaman að finna hvernig manni á að líða þegar maður er með fullan kraft. Ég hef alltaf eftir að ég fékk stóru blæðinguna þurft að taka svona viku öðru hvoru þar sem ég hef varla náð að lyfta höfðinu frá koddanum og mig verkjað í allan líkamann, en svo þegar ég byrja að líkjast sjálfri mér aftur þá hafa yfirleitt orðið svakalegar framfarir. Ég man enn þegar ég lá á spítalanum og var lömuð um allan líkama, svo náði ég allt í einu eftir að ég hafði legið hreyfingalaus í margar vikur, þá vakna ég einn daginn og þá gat ég lyft höfðinu frá koddanum og horft niður eftir líkama mínum.

//Last week I had the flu but now I’ve gotten better, and it’s so great to feel how you should feel when you’re at full strength. Since I had the big stroke I’ve had to go through weeks as this one every once in a while, where I’ve been in a lot of pain and have barely managed to lift my head from the pillow, but when I start to feel better I usually notice huge progress. When I lay on the hospital and my whole body was paralyzed, I still remember the feeling when I, one day, suddenly managed to lift my head from the pillow and see my whole body.



Ég veit ekki hversu margar gráar þykkar peysur ég á en enga jafn flotta og þessa. Á svona köldum fallegum dögum er nauðsynlegt að geta hent sér í þykka stóra peysu, ekki skemmir fyrir að hún er ótrúlega falleg og mamma prjónaði hana handa mér. Þessi peysa kallar á mig ég væri til í að eiga hana í öllum litum og stærðum. Ég og systir mín höfum sama auga fyrir fötum og þegar ég lýsti peysunni sem mig langaði svo í þá hafði systir mín einmitt líka tekið eftir henni og fattaði að ég væri að lýsa þessari peysu og með krókaleiðum tókst þessari allra bestu að kaupa bókina með uppskriftinni og fá hana senda til landsins og mamma snillingur prjónaði hana svo fyrir mig og ég gæti ekki verið ánægðari með hana!

//I don’t even know how many thick gray sweaters I’ve got but no one as great as this one. On cold beautiful days it’s necessary to be able to put on a thick big sweater, and on top of that it’s so beautiful and my mom knitted it for me. I love it so much I’d want to have it in every size and color there is. Me and my sister have the same taste in clothes and when I told her about this sweater I wanted she knew exactly what sweater I was talking about. My awesome sister went out of her way to buy the book with the knitting pattern and have it sent to Iceland and then my super talented mother knitted it for me so I could not be happier about this new sweater of mine!



2 athugasemdir við “About last week 

Leave a Reply