Litlu sigrarnir í mars


Það er svo létt að loka sig frá öllu og verða ótrúlega reiður og sár við lífið eftir að það hefur leikið mann svona illa, rétt eins og það hefur gert við mig. Það er svo auðvelt að verða fúll og brjálaður út í lífið, ég eigi þetta svo alls ekki skilið og af hverju gat ekki einhver annar en ég fengið þessi bölvuðu áföll. Lífið sé svo ósanngjarnt og ömurlegt ég ætli bara ekki að láta nokkurn mann sjá mig og loka mig bara eina inni í herbergi og gráta úr sjálfsvorkun. Einnig verið ótrúlega reið við hvern þann sem reynir að eiga samskipti við mig. En ég hef aldrei verið týpan sem fer auðveldustu leiðina i neinu, þegar mér var strítt í skóla þá yfirleitt brosti ég breiðast. Á sama hátt tækla ėg lífið núna, það er afar leiðinlegt að lífið fór þessa leið, en það er ekki óyfirstíganlegt það tekur bara langan tíma og á meðan sá tími líður þá brosi ég og gleðst yfir öllum litlu sigrunum og ég hlakka ofboðslega mikið til þegar þeim fjölgar. Þannig er eðlilegast fyrir mig að takast á við afleiðingarnar af þessum heilablæðingum og blóðtappa. Fyrir mér er það lang náttúrulegast og best að skrifa niður og gleðjast yfir litlu sigrunum þeir gefa mér svo miklu meira en nokkur getur ímyndað sér.

.  .  .

// It’s so easy to close yourself off from the world and become incredibly angry and hurt at life when it has done you so wrong, just like it’s done to me. It would be so easy to become upset and mad at life, thinking how much I don’t deserve any of this and why it couldn’t be someone else than me having those damn strokes. Thinking that life is so unfair and dreadful that I’m not going to let anyone see me and just lock myself in my room and cry. Or becoming really mad at anyone trying to contact me. But I have never been the type of person who takes the easiest road, when I was bullied in school I reacted with a wide smile. I handle life in the same way today, it is difficult that all of this had to happen, but it’s manageable, it just takes a long time and while that time passes I smile and enjoy all the small victories and I look so much forward to having more of them. That is the most normal way for me to deal with the consequences of those strokes and thrombosis. For me the best and most natural thing to do is to write down and find joy in all the small victories, that gives me more than anyone can imagine.


Standa upp og grípa í rimla

Ég man svo vel þegar það þurfti þrjár manneskjur að styðja mig til þess að ég gæti setið, mér finnst næstum hlægilegt að hugsa til þess þegar ég sit fyrir framan rimla í æfingarsalnum svo styð ég vinstri höndinni á arminn á stólnum sem ég sit í og stend upp, gríp í rimlana sem eru fyrir framan mig, og sest niður aftur. Það er svo stutt síðan mig bara dreymdi um að geta þetta og í dag get ég þetta.

.  .  .

//Stand up and hold bars

I remember so well when I needed support from three people to be able to sit. I almost find it funny to think about today, as I sit in front of the bars in the exercise room, put one hand on the arm of my chair and stand up, grab the bars in front of me and sit down again. It’s been such a short time since I only dreamt about being able to do this and today I can. 


Brosa

Fyrst eftir stóru blæðinguna þá misstu allir vöðvarnir mínir allan kraft og urðu ónothæfir. Ég var svo oft vakandi og hlustaði á allt sem var að gerast í kringum mig en ég gat bara blikkað augunum. Fólkið í kringum mig vissi að ég blikkaði augunum einu sinni fyrir já og svo blikkaði ég augunum tvisvar ef ég vildi segja nei. Einn daginn sagði pabbi fyndna sögu af svo afar nánum mér þá 7 ára töffara, þegar ég heyrði söguna þá vöknuðu brosvöðvarnir og ég brosti! Þetta var stundin sem ég fékk það staðfest að þetta myndi allt koma, það mun bara taka tíma og ég er svo heppin því ég á sko miklu meira en nógan tíma!

.  .  .

//Smile

Following the big stroke, I lost strength in all of my muscles so they didn’t work anymore. I was often awake and listening to everything happening around me but I could only blink my eyes. The people around me knew that I blinked my eyes once for yes and two times for no. One day my dad told a funny story of a little guy that’s really close to me, 7 years old at that time, and when I heard it my smiling muscles woke up and I smiled! This was the moment I got the verification that it would all come back to me, it was just a matter of time and I am truly lucky because I’ve got plenty of time!

 Að geta setið

Núna í mars er akkúrat ár frá því ég vann þann risastóra sigur að geta setið ein og óstudd. Í fyrstu var höfuðið svo þungt að ég náði ekki að rétta það upp, en svo léttist það eftir því sem ég styrktist og í dag get ég setið hvar sem er ofan á næstum hverju sem er. Það er skrítið að hugsa til þess að rétt eftir stóru heilablæðinguna hafi í alvöru þurft þrjá einstaklinga til þess að ég sæti og héldi haus.

.  .  .

//To be able to sit

This March it’s exactly one year since I won the huge victory of being able to sit alone and without help. At first my head was so heavy that I couldn’t hold it upright, but then it got lighter as I got stronger and today I can sit wherever and on any kind of surface. It is weird to think that right after the big stroke it took three people to help me sit and hold my head upright. 

Ein athugasemd við “Litlu sigrarnir í mars

  1. Dásamlegt að fylgjast með þér, þvílíkur kraftur og jákvæðni sem þú hefur til brunns að bera, sem fær mig persónulega til þess að vera duglegri að rækta eigin markmið þó ég eigi ekki við sambærilega erfiðleika að stríða, þarf aðeins að einbeita mér að því að klára ritgerð í lögfræði og þínar sögur hvetja mig áfram.

Leave a Reply