Það sem ég ætla að gera í apríl


Öll þessi vika er búin að vera stútfull af óvæntum uppákomum. Í gær var mér komið svo innilega og ótrúlega skemmtilega á óvart, þannig að ég missti svolítið dampinn í allri gleðinni. Með litla einbeitingu og milli hlátursroka þá er þetta styttri útgáfan af því hvað ég ætla að gera i mánuðinum, en hugurinn er á svo æðislegri leið þannig að ég mun brosa út allan apríl.

Í apríl ætla ég að klára litlu smáatriðin sem ég á eftir á skifstofunni minni.
Ég þarf að fara yfir sumarfötin mín.
Ég ætla að gera mitt allra besta í æfingunum og reyna að vinna upp alla vöðvarýrnunina sem varð í flensunum.
Öll fjölskyldan mín kemur heim um páskana og ég ætla að njóta tímans með fjölskyldunni minni.
Síðan ég veiktst hef ég ekkert farið í heita pottinn sem við erum með úti í garði en í apríl ætla ég að fara loksinns að fara í hann.
Hætta að sitja föst í stólnum, ég ætla að ganga miklið meira.
Ég ætla að njóta hvers dags í brosi, hlátri og innilegri gleði, þá verður allt svo mikið auðveldara 🙂

Leave a Reply