Season of the rising sun

Peysa: Craft sport, buxur: Adidas


Með hækkandi sólu ☀️


Ég er orðin svo spennt fyrir hækkandi sólu og hlýrra lofti, ég hlakka svo til þegar ég vakna við sólina og fyrsta sem ég geri er að bera á mig sólarvörn því ég borða morgunmatinn úti sitjandi undir sólinni og nýt alls dagsins úti með vinum á milli þess sem ég les og slappa af. Núna er ég að undirbúa mig fyrir þennan tíma. Ég æfi rosa mikið og nýt þess á hverjum degi að finna styrkinn aukast með hverjum deginum. Mér finnast það vera næstum því forréttindi að ég sé svo meðvituð um vanmátt minn samt kem ég mér á óvart nánast því daglega. Maður ræður því hvernig maður lítur á hlutina og það þætti eflaust ekkert skrýtið, og er eflaust miklu algengara sjónarhorn, ef ég myndi vera alla daga leið yfir vanmætti mínum. En ég hef aldrei verið góð að vera í fýlu því gleðst ég alla daga og ég nýt þess að skora á mig. Núna er ég á fullu að æfa mig fyrir sumarið þar sem ég ætla að skora á mig með alveg nýjum áskorunum.

 
.   .   .


//I am so excited for the upcoming season with the rising sun and warmer weather. I look forward to waking up to the sunlight and applying sunscreen first thing in the morning, before I eat my breakfast outside under the sun and enjoy the rest of the day with my friends, between reading and relaxing. Now I am preparing myself for this season. I’m training a lot while enjoying the feeling of getting stronger each day. I almost feel privileged to be so aware of my weakness, yet I continue to surprise myself nearly each day. It is up to me how I choose to look at things. A more common outlook would probably be to feel sad over my weakness, but I have never been good at being in a bad mood. That is why I challenge myself each day to find something to be happy about. This summer I’m going to challenge myself with completely new challenges.





2 athugasemdir við “Season of the rising sun

  1. Mikið eru þetta dásamlegar myndir af þér, gleðin og krafturinn skín í hverju brosi. Áfram þú! Alla daga!

Leave a Reply