Frá því ég loksins vaknaði eftir blæðinguna og aðgerðina þá man ég allt, ég man þegar mamma sagði mér hvað ég hefði gengið í gegnum og ég man eftir rónni og þakklætinu sem ég fylltist þegar hún sagði mér frá þessu, ég varð samstundis svo þakklát að ég skildi hafa lifað þetta af. Ég varð ekki fúl eða reið yfir því að geta bókstaflega ekkert og sú reiði mun aldrei koma. Fyrst einhver varð að lenda í þessu þá er mikið betra að það hafi verið ég en einhver annar, fyrir það fyrsta þá er ég svo heppin að persónuleikinn minn er jafn sterkur og stapill og fjöllin sem standa af sér öll vonsku veður, ég var slegin niður en ég mun reisa mig við og þá ætla ég mér að vera við öllu varin. Því lífsgleðin og nautnin við að njóta hvers augnabliks og gleðin eru mín vopn og þau munu vera það eins lengi og ég lifi. Á meðan ég reisi mig við þá er ég umvafin því albesta fólki sem fyrirfinnst á þessari jörðu, unnusti minn, stóra ástin í mínu lífi umvefur mig allri þeirri ást og hamingju sem ég þarf á að halda á sama tíma ofdekrar hann mig og er hann mér sá allra besti og skemmtilegasti félagi sem ég gæti látið mig dreyma um að eiga. Fjölskylda mín öll stendur við bakið á mér þá sérstaklega mamma mín og pabbi, systur mínar og yndislegu fjölskyldur þeirra, tengdafjölskylda og vinir sem sjá alltaf um að passa mig og umvefja mig svo innilegri umhyggju sem mér þykir svo vænt um. Mamma mín hefur alltaf verið langbesta mamman í öllum heiminum en núna er hún komin svo langt fyrir ofan lýsanleg mörk hún er bara svo mikið betri en albesta mamman sem fyrirfinnst, hún les huga minn líkt og hann sé hennar eigin svo er hún sú eina sem skilur öll óskýru orðin mín, hún gerir mig bókstaflega að þeirri sem ég er og með hennar hjálp að þeirri sem ég mun verða. Ég er svo óendanlega heppin í lífinu og með allt fólkið í kringum mig.
. . .
//From the moment I finally woke up after the stroke and surgery I remember everything, I remember when mom told me what I had been through and I remember the gratitude and peace I felt, I was so thankful that I had survived. I was not angry or mad about literally not being able to do anything and I never will be. Since it had to happen to anybody it’s better that it’s me than somebody else, I’m lucky that my personality is as strong and stable as the mountains that withstand every stormy weather, I was knocked down but I will get back on my feet and then I’m going to be protected against anything. Because the joy of living, the pleasure of enjoying every moment and the happiness are my weapons and will be as long as I live. While I’m getting back to my feet I am surrounded by the best people there are on this earth, my fiancé, the love of my life, embraces me with all the love and happiness I could ever need at the same time he pampers me and he is the very best and most fun partner I could ever dream of having. My whole family stands right by my back, especially my mom and dad, my sisters and their wonderful families, my family-in-law and friends that always take care of me and surround me with so much care that I love so much. My mom has always been by far the best mom in the whole world but now she’s somewhere way beyond that, she’s so much better than the best mom there is, she reads my mind like it’s her own and she’s the only one who understands all of my muffled words, she literally makes me who I am and with her help, the one I will be. I’m so incredibly lucky in life and to have these people around me.
Geta andað án allra hjálpartækja
//Being able to breathe without help
Ég man vel eftir öndunarvélinni sem ég lá tengd við fyrstu vikurnar eftir blæðinguna svo var ég með súrefni fyrstu 3 til 4 mánuðina eftir blæðinguna það var því svo gífurlegur lúxus þegar ég gat andað án allra aðstoðatækja og ég er svo innilega þakklát því að hafa náð að losa mig við þessi hjálpartæki.
. . .
//I clearly remember being on life support the first weeks after the stroke, then after that I got oxygen supply for 3 or 4 months, it was such a luxury when I became able to breathe without help and I’m truly thankful for having been able to get rid of that support equipment.
Standa ein og styðja mig einungis við prik
//Standing alone and only leaning on a stick
Pabbi minn smíðaði svona stuðnings prik handa mér seinasta sumar nema ég gat svo illa staðið við það svo núna þegar ég prufaði hvort ég gæti staðið við það og þá loksins gat ég staðið eins lengi og mig langaði, nú er þetta orðið að hinu eina sanna montpriki og þarna get ég staðið við það með reisn og montað mig eins lengi og mig listir. Sjáið muninn á því hvernig ég ber mig á þessum myndum:
. . .
//Dad made this support stick for me last summer but back then I could barely stand by leaning only on that, but now I tried again and could finally stand with the stick alone and for as long as I wanted, now we call it my boasting stick and I can stand with my stick with dignity and boast for as long and I want. Just see the difference in how I carry myself in those pictures:
Lokað munninum
//Closing my mouth
Allavega fyrsta árið þá gat ég ekki viljastýrt lokað munninum allir vöðvarnir í andlitinu mínu voru kraftlausir og svöruðu ekki kalli nema af illri nauðsyn. Það var því ótrúlegur munur að fá stjórnina aftur þó hún sé ekkert í líkingu við það sem hún var áður en ég fékk áföllin þá er stefnan bara sett þangað og árangurinn kemur afar hægt en örugglega.
. . .
//At least for the first year I wasn’t able to close my mouth of my own will since all of the muscles in my face were lacking strength. Although I haven’t fully regained control over the muscles, it was incredible to start retrieving muscle strength and slowly but surely it will get back to what I was before.