Throwback Thursday 

Mér fannst svo magnað þegar ég áttaði mig á því að ár er síðan ég lá enn á sjúkrahúsi, mig langaði því að bera saman hvernig hversdagslega lífið mitt var fyrir ári síðan og hvernig hversdagurinn er hjá mér i dag.
.   .   .
//I found it so amazing when I realized that a year ago I was still staying at the hospital, I wanted to compare my everyday life a year ago to my everyday life today.

Fyrir 12 – 13 mánuðum síðan…

//12-13 months ago…
Mér er snúið í rúminu oft á hverri nóttu, því ég hef ekki kraft til að gera það sjálf, ég er því vaknandi alla nóttina. Ég hef svo lítinn kraft þannig að þegar sængin er sett ofan á mig þá líður mér sem ég liggi hreyfingalaus undir nokkrum tugum kílóa sementspoka því sef ég undir sængurveri og kasmírullarteppi.

//I’m turned from my left to my right side many times each night, because I don’t have the strength to do it myself, so I wake up often every night. I’ve got so little strength that when the duvet is put on top of me I feel as if I’m lying motionless under a bag of cement that weighs dozens of kilograms, therefore I only sleep with a duvet cover and cashmere blanket.
07.30: Ég rumska við að Ásgeir er að fara hann kyssir mig bless.

//7.30 My sleep is slightly interrupted when Ásgeir kisses me goodbye.
09.00-11.00: Mamma vekur mig og klæðir mig svo breytir hún stöðunni á rúminu þannig ég hálf sit á meðan ég borða, hún þvær mér um andlitið, ber á mig krem og greiðir mér, svo matar mamma mig á chiagraut. Mér er svo lyft í hjólastólinn og við mamma förum í biðröðina eftir lyftunni.

//9.00-11.00: Mom wakes me up and gets me dressed, then changes the position of the bed so I’m sitting half-way upright while I eat, she then washes my face, puts day cream on and combs my hair and feeds me chia porridge. I am lifted up and moved over to the wheelchair and mom and I walk over to the elevator.
11.00-12.00: Æfingar í setu, þá er annar þjálfarinn á hnjánum fyrir aftan mig og hin situr á kolli fyrir framan mig. Einnig er verið að teygja mig mikið.

//11.00-12.00: Sitting trainings, then there’s one physiotherapist sitting behind my back on her knees and another one sitting on a stool in front of me. I’m also stretched a lot. 

12.00-14.30: Ég fæ mér Örnu jarðaberjaskyr og leggst svo sveitt og þreytt upp í rúmið og hlusta hálfsofandi á hljóðbók þangað til mamma rífur mig upp í æfingar.

//12.00-14.30: I have strawberry yogurt from Arna and then lay down in bed, sweaty and tired and listen to an audio book half asleep, until mom wakes me up for more trainings.

14.30-16.00: Æfingar í göngu og uppréttri stöðu aftur er teygt rosa vel og enda ég á heitum bökstrum.

//Standing and walking trainings, again there is lot of stretching and in the end of the session a hot fomentation therapy.

16.00-17.00: Þegar upp er komið þá leggst ég í rúmið og vel mér föt og mamma klæðir mig í þau, svo er ég flutt úr rúminu í stólinn og suða í mömmu að bera á mig litað dagkrem sem hún auðvitað gerir.

//16.00-17.00: When I’m back to my room I lie down in the bed and choose my clothes and mom dresses me, I’m lifted from the bed to the chair and ask mom to put coloured day cream on me which she does as always. 
17.00-19.00: Ég hef loksins krafta til að æfa mig í ipadinum áður en Ásgeir kemur þá fæ ég að eiga góða stund með honum áður en við fáum okkur að borða.

//17.00-19.00: I’ve finally got some time to do my trainings on the ipad before Ásgeir arrives and we spend quality time together before we have something to eat.
20.00-21.00: Ég fæ að fara í bað og svo eftir það sofna ég.

//20.00-21.00: I get to take a bath and fall asleep afterwards.


Núna…

//Today…
Ég sef mjög vel og er plássfrekari en nokkru sinni. Ég get hreyft mig sjálf meðan ég sef og sofið með sængina mína.

//I sleep so well and take more space than ever before. I can move by myself while I sleep and sleep with my duvet on.
08.00-09.00: Ég vakna og leyfi mér að fara í ipadinn að skoða youtube.

//08.00-09.00: I wake up and allow myself to watch youtube videos on my ipad.
09.00-11.30: Mamma hjálpar mér að klæða mig og ég og mamma gerum mig svo alveg klára í að fara á Ísafjörð í æfingar.

//09.00-11.30: My mom helps me get dressed and mom and I then prepare ourselves to go to Ísafjörður for trainings.
11.30-14.00: Æfingar í göngu og í trissum og ég enda svo á miklum teygjum. Eftir æfingarnar fer mamma að kaupa í matinn á meðan sit ég út í bíl og vinn í ipadinum. Svo komum við heim og borðum smá.

//11.30-14.00: Walking trainings, workouts and a lot of stretches in the end. After the trainings mom goes to the supermarket and meanwhile I wait in the car working on the ipad. Then we go back home and have something to eat.
14.00-19.00: Ég vinn á skrifstofunni minni allan þennan tíma.

//14.00-19.00: I work in my office this whole time.
19.00-21.00: Borða kvöldmat með fjölskyldunni minni og fer svo uppgefin að sofa.

//19.00-21.00: Eat dinner with the family and then go to sleep exhausted.

Ég er svo heppin með fólkið í kringum mig þau gera alla daga yndislega og stórkostlega bara með nærveru þeirra verða allir dagar fullir af gleði, væntumþykju og hamingju og hafa alltaf gert það og munu alltaf gera nákvæmlega það.  
.   .   .
//I’m so lucky with the people around me, they make every day wonderful and fantastic and their presence alone makes every day full of joy, love and happiness, it’s always done that and always will do exactly that.

Leave a Reply