Enjoy each and every moment 

Síðustu dagar eru búnir að vera yndislegir. Ég kem sjálfri mér á óvart nær dagleglega, þrátt fyrir að ég hafi algjörlega keyrt mig út núna um páskana. Mér finnst svo yndislegt að fá öll þessi viðbrögð og hvetjandi skilaboð, ég er svo þakklát ykkur öllum. Fyrir ári síðan var ég enn inniliggjandi á spítala og ég var með svo lítið sjálfstraust en núna sit ég á skrifstofunni minni og ég er svo full þakklætis og eiginlega pínu hissa.
.   .   .
//These past days have been wonderful. I continually surprise myself each day, even though I’m completely exhausted after Easter holiday. I love all the feedback and inspiring messages that I’ve received. I’m so grateful for you all. A year ago I was still hospitalized with little self-esteem, but now I’m sitting in my office full of gratitude and a little surprised

Mér finnst svo miklið skemmtilegra að njóta hverrar líðandi stundar það auðveldar svo lífið. Ég er full tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Mér finnst það alltaf jafn merkilegt þegar ég finn hvað lífið mitt breytir um lit þegar eftirvænting sumarsins fer hægt og rólega að taka yfir hugann.
.   .    .
//I prefer to enjoy each moment, it makes life easier. I’m filled with excitement for the future. It’s remarkable how much my life brightens as expectations for the summer slowly start to occupy my mind. 

Leave a Reply