Það sem ég ætla að gera í maí

Nú er mánuðurinn sem ég hef beðið eftir með eftirvæntingu loksins að byrja. Maður sér og finnur það svo vel hvað allt er að léttast og eftirvænting sumarsins er að yfirtaka hugann. Mér finnst ég svo heppin að eiga tækifæri á að verða útkeyrð og ég elska þegar ég finn hvern vöðva verða algjörlega úrvinda af þreytu eftir æfingar. Ég er að æfa mig svo ég geti í framtíðinni tekið á móti öllum árstíðum fótgangandi án allrar aðstoðar og talandi.

Ég ætla að njóta lífsins alveg sérstaklega mikið. Ég ætla að njóta hverrar líðandi stundar, sama hvort sem ég sé bara ein eða með Ásgeiri, fjölskyldunni minni eða vinum.

Ég ætla að leggja mig alla fram í æfingum. Ég veit ekkert betra en þegar ég er úrvinda eftir æfingar.

Ég ætla að leggja mig alla fram í að ganga upp og niður stigann eins oft og ég get.

Í maí ætla ég að búa til margar dásamlegar og stór skemmtilegar minningar með fólkinu mínu.

Maí verður stútfullur af ferðalögum svo ég ætla að fara í gegnum bæði öll fötin mín og allt snyrtidótið mitt og skipuleggja ákaflega vel hvað kemur með mér á hvern stað.

Í maí ætla ég að gera mitt besta til að klára skrifstofuna mína.

Í maí mun ég takast á við áskoranir sem ég hef aldrei upplifað áður, ég ætla að takast á við þær með glæsibrag og vinna hvern sigurinn á eftir öðrum.

Í maí ætla ég að nota röddina meira og pína talfærin á mér til að hlýða.

Í maí fæ ég loksins að fara í búðir og ég ætla mér að kaupa mér eitthvað fallegt.

Maí verður mánuðurinn þar sem ég ætla mér að njóta hvers dags betur en nokkurs annars og takast á við hvern dag með brosi, gleði og tilhlökkun.

7 athugasemdir við “Það sem ég ætla að gera í maí

  1. Þetta var akkúrat það sem ég þurfti að lesa, þurfti smá jákvæðnisboost inní prófatörn! Takk ljúfan og hafðu það sem best <3

  2. Þú ert yndisleg manneskja ,takk fyrir alla jákvæðnina og það er alveg öruggt að þér munt takast allt með svona hugarfari. Gangi þér vel og mig hlakkar til þess að fylgjast með þér áfram. <3

  3. Sæl kæra Katrín Björk, ég var að lesa viðtalið við þig í Vikunni (mars), ég á ekki til nógu stór orð til að lýsa aðdáun minni á þér 🙏 Þú ert einstök manneskja sem ert hvatning og styrkur fyrir svo marga, mér finnst þú hetja en fyrst og fremst sterk og einstaklega vitur. Ég mun fylgjast með bloggunum þínum og þú mátt vita að þú ert frábær penni! Þú kannt að miðla reynslu og visku á einstakan hátt sem skilur mann eftir með gleði og ást í hjarta. Takk fyrir skrifin þín, takk fyrir að vera þú 💕

    • Við að lesa þessi orð frá þér elsku Anna Kristín þá fylltist hjarta mitt innilegu þakklæti, augun af tárum og brosið mun fylgja mér mæstu daga, innilega takk fyrir þessi fallegu orð ❤️

Leave a Reply