Blogging, step by step 

Um daginn birtist viðtal við mig á mbl.is HÉR. Ég vildi aldrei fara í viðtöl fyrr en ég var kjörin Vestfirðingur árins, fram að þeim tíma var ég svo gífurlega óviss með hvort ég gæti haldið áfram að blogga því þetta var mér svo mikil áreynsla. Það tók mig nokkra mánuði að skrifa fyrsta bloggið, þess vegna setti ég það líka í ,,um mig” á þessu bloggi, því ég nennti ekki að eyða mörgum mánuðum í að búa til aðra kynningu á sjálfri mér. En núna er ég búin að sættast við allan þann tíma sem það tekur mig að skrifa á lyklaborðið eftir að það hætti að vera mér áreynsla, þá má þetta taka mig allan þann tíma sem það gerir svo lengi sem þetta er mér ekki áreynsla. Munurinn á mér síðan fyrir ári er bara umbreyting, litlu sigrarnir hafa hleypt mér upp á skrifstofuna mína þar sem ég er alla daga vinnandi að mjög mismunandi verkefnum. Fyrir ári tók það mig mjög langan tíma að klára að skrifa eitt orð og ég gat ekkert verið að vinna í einhverju öðru á sama tíma og ég var að klára að skrifa orðið. Ég hef alltaf lifað eftir þessu og að það sem ég mun aldrei gera er að gefast upp á sjálfri mér.

.   .   .


//This interview with me was published the other day. I decided to do an interview when I was voted the Westfjords’ person of the year but until then I never wanted to. That was because at that time blogging really took an effort for me and I was so stressed that I would not be able to continue doing it. Writing the first blog took months for me, because of that I put it in the link “About me” here on the blog, I didn’t want to spend more months writing a new introduction of myself. Today I’ve accepted that it takes time for me to write on the keyboard. Since it stopped taking so much effort for me to write, I’m good with it taking such a long time. I’ve changed so much since year ago, my little victories have brought me my office, where I work every day on various projects. A year ago it took me a very long time to write one word on the keyboard and I could not do anything at the same time as I was writing that one word. This has always been my belief and I will never give up on myself. 

Leave a Reply