Ég veit ekki betri daga en þegar ég geri bara nákvæmlega það sem mig langar að gera. Nákvæmlega þannig sunnudag er ég búin að eiga í dag. Dagurinn byrjaði í neyðarklippingu en ég á dásamlega vini sem bjarga mér alltaf þegar ég gleymi mér. Nú er ég komin heim og er með nýklippt hár ég toppa vellíðunina og er með maska í andlitinu, ný naglalakkaðar neglur og sit í sófanum klædd í kósýgallann með tebolla og horfi á þætti. Í dag ætla ég bara að láta mér líða vel. Það er nauðsynlegt að eiga einn svona dag í viku. Ég á eftir að eiga virkilega annasamar næstu vikur svo ég veit að biðin í næsta dekurdag verður löng. Eigið dásamlegann sunnudag. <3
. . .
//I can’t imagine a better way of spending my days than doing just exactly what I feel like. That is indeed how my Sunday has been today. The day started with an emergency haircut but I’ve got wonderful friends who always help out when I forget myself. Now I’m back home and have freshly cut hair and on top of that I’ve got a face mask on, newly polished nails, relaxing on the sofa in my cozy clothes with a cup of tea watching TV shows. Today I’m only gonna feel good. It’s necessary to have one day like this every week. I’ve got really busy weeks ahead so I know that it’s gonna be quite long until I’ll get another relaxing cozy day. Have a wonderful Sunday <3