Enjoy each moment 

 

Áður en ég veiktist þá naut ég þess alltaf að fara í göngutúra úti í náttúrunni á vorin og finna lyktina af sjónum, láta andvarann leik a um mig og sjá náttúruna lifna við, maður finnur svo vel lyktina af sumrinu þegar allt er að vakna. En eftir að ég veiktist þá lokaðist ég djúpt inni í helli og varð svo óörugg og ósátt með sjálfan mig og þennan líkama sem var allt í einu orðinn minn, mér fannst allir horfa á mig. Ég var bara alltof veik til þess að geta nokkuð notið þess að vera úti. Um daginn plataði ég mömmu til að ýta stólnum mínum um fallegu eyrina mína, ég náði þá í fyrsta sinn að njóta alls þess sem ég hafði áður notið. Ég fann lyktina af sjónum, sá fuglalífið og gróðurinn sem er allur að vakna, ég fékk meira að segja að labba og setjast á steina sem ég hef margoft hlaupið ofan á eða skriðið undir og á milli þeirra, fundið leynistaði og leynileiðir svo hoppað á milli þeirra heim. Núna naut ég þess að sitja í stólnum mínum og upplifa þetta allt, finna sjávarlyktina, hlusta á Æðakolluna, fylgjast með Tjaldinum, horfa á spegilsléttan sjóinn og þokuna sem var að lyftast svo sólin gæti brotist í gegn.
.   .   .
//In the beginning of spring before I got sick I loved taking walks in my hometown, sensing the touch and smell of the ocean breeze while witnessing the surrounding nature come to life, I could just smell summer right around the corner. After I got sick, I felt as if I was suddenly trapped in a deep dark cave, I was so insecure and unhappy with myself and my body, I felt as if everyone was all of a sudden staring at me. I was too weak to be able to enjoy being outdoors. The other day I tricked my mother to push my chair around my beautiful hometown. It was the first time in a long time that I was able to enjoy the surrounding that I had enjoyed so much before. I was able to smell the ocean breeze again, see the birds enjoying their natural habitat and witness the nature beginning to come to life again after the long winter. I was even able to walk and sit on one of the big rocks by the ocean where I used to play when I was younger. I remember multiple times of myself running across the rocks, crawling under them, finding hiding places between them and jumping across them on my way home. Now I was able to enjoy experiencing this all again, smelling the still ocean breeze, listening to the birds surrounding the ocean, while seeing the fog slowly fade away as the sun was breaking through, but this time in my chair.

Það er mikið skemmtilegra að geta notið líðandi stundar í staðinn fyrir að vera föst með hugann í einhverju kviksyndi þó hlutirnir séu ekki nákvæmlega eins og maður myndi óska. Ég veit vel að þó ég muni búa annarstaðar í framtíðinni þá mun hjarta mitt alltaf tilheyra þessum stað. Ég ætla mér að ganga um þessar götur aftur, standa ofan á grjótgarðinum og fylgjast með sólinni setjast og listaverkinu sem hún skapar með himninum og hafinu. 

Eigið dásamlegan dag.
.   .   .

//It is so much easier to enjoy each moment instead of sinking into the quicksand of thoughts of what could be. I know for sure that my heart will always belong to my hometown, no matter where I’ll end up living. I’m going to walk the streets of my hometown again, stand on the big rocks by the ocean and watch the artwork that the sun creates when it sets on the ocean.
Have a wonderful day.

4 athugasemdir við “Enjoy each moment 

  1. My husband and I visited your beautiful country in September 2016. We fell in love with it. We came away with a new motto, „Be like a Viking!“ You, Katrin, are a Viking. And an inspiration.

Leave a Reply