Síðustu dagar hafa liðið í svo mikilli gleði og innilegri vellíðan, sumarið er farið að segja svo sterkt til sín í huga mínum. Ég gæti nær alla daga verið að skoða sumarfötin mín og fundið út hvað ég þarf að kaupa og bæta við fyrir sumarið en það fær að bíða aðeins lengur og þá ætla ég að undirbúa mig fyrir uppáhalds tímann minn. Ég dýrka að búa til dásamlegar minningar með mínu nánasta fólki sérstaklega á sumrin því þá litast lífið af einhverjum sérstaklega björtum og skemmtilegum litum. Ég er svo ótrúlega heppin að ég er umvafin svo skemmtilegu fólki sem gera hvern dag yndislegan.
Eigið yndislegan dag <3
. . .
//The last days have been so full of joy and happiness, summer is really starting to occupy my mind. I could go through my summer clothes almost every day to find out what I want to buy myself for the summer but I’m going to wait a little bit longer and then I’ll start preparing myself for my favorite season. I love making wonderful memories with my people, particularly during summer because then life gets especially bright and colorful. I’m so incredibly lucky to be surrounded by such great people that make each day wonderful.
Have a lovely day <3