Föstudaginn19 maí lá leið mín af landi brott til suður Evrópu að miðjarðarhafinu í mestu paradís sem ég hef upplifað og þar naut ég mín umvafin ástvinum þar sem ég átti dásamlegan tíma. Hver dagur var uppfullur af sigrum og tíminn leið áfram í innilegri hamingju, gleði og stolti yfir fólkinu mínu sem lét þennan draum minn verða að veruleika, ég er svo heppin að vera umvafin öllu því allra besta fólki sem fyrirfinnst á þessari jörðu og vegna þeirra varð hver dagur að dásamlegum draumi. Ég er svo innilega þakklát öllum þeim sem gerðu þennan draum minn að veruleika og sýndu mér að ég get ferðast!