A week in paradise 

  
 Ég held að ég geti alveg sagt að þessar draumkenndu myndir tali fyrir sig sjálfar og lýsa dásamlegustu utanlandsferð sem ég hef farið. Hver dagur einkenndist af innilegri , sól og hita, bragðgóðum drykkjum og hlátri. Við vorum stödd á þeim fallegasta stað sem fyrirfinnst við strendur Miðjarðarhafsins, ég naut mín umvafin mínum þéttasta hring af fólki og þau gerðu ferðina að svo skemmtilegum og alveg hreint dásemdargóðum draumi. Umvafin yndislega fólkinu mínu gat ég farið á ströndina og fengið sand á milli tánna, staðið í flæðamálinu, legið á bekk í sólbaði á ströndinni og fundið lyktina af sjónum, farið í búðir og verslað svo mikið að ég var búin að gleyma að ég gæti átt þetta til, borðað ís í hitanum, legið í sólinni, upplifað eitthvað nýtt og skemmtlegt á hverjum degi og ég veit það að þessi ferð hefði ekki getað orðið betri því allir voru að njóta sín við að gera bara það sem þeim langaði.
.   .   .
//I think I can say that these dreamy photos speak for themselves and describe the most wonderful trip I’ve been on. Each day was characterized of pure happiness, sunshine and heat, delicious drinks and laughter. We stayed by the most beautiful beach by the Mediterranean Ocean. I enjoyed being surrounded by my loved ones who made this trip like a wonderful and enjoyable dream. I was able to go to the beach, feel the sand between my toes, stand at the water’s edge, sunbath and smell the ocean breeze, shop head over heals that I had forgotten I had that in me, enjoy ice cream in the heat, lay in the sun, experience something new each day and I know that this trip couldn’t have been any better because everyone enjoyed themselves doing whatever they wanted. 

3 athugasemdir við “A week in paradise 

Leave a Reply