Sunday funday

Núna er fyrsta vikan í æfingum liðin eftir næstum því mánaðarfrí og ég fann það strax eftir fyrstu æfingu hvað ég varð dauðþreytt í líkamanum en ég held að það sé ekki mjög auðvelt að finna glaðari og kátari manneskju en mig. 
.   .   .
//I’ve just finished the first week of workouts after nearly one month break. Immediately after the first exercise I was exhausted, but I think it’s not easy to find a happier and more cheerful person than myself. 

Ég hef alltaf sótt mikið í hreyfingu þó ég hafi aldrei stigið fæti mínum inn líkamsræktarstöð. Ég elskaði að hlaupa og ég naut mín svo vel horfandi í kringum mig, hlusta á hafið og öll önnur hljóð sem voru í kringum mig, þá gat ég skipulagt komandi tíma og skipulagt hugsanir mínar. Svo fór ég inn og gerði æfingar og teygði svo vel. Ég hef aldrei æft neitt en alltaf komist í splitt og spíkat og ég nýt mín aldrei betur en þegar ég teygi mg vel og finn teygjuna líða úr líkamanum.
.   .   .
//I’ve always sought after working out, even though I haven’t stepped foot into a gym. I loved running outdoors, enjoying the scenery around me, listening to the ocean and other sounds nearby. I was able to organize upcoming days and my thoughts. After a run I would go inside to do exercises and stretches. I’ve never practiced any sport but have always been able to do a split. I enjoy myself the most when I stretch to the point that I can feel the stretch throughout my whole body.

Ég var búin að sakna þess svo innilega að fara í æfingar og verða útkeyrð og þreytt því hef ég núna um helgina farið snemma að sofa og sofið lengi og nýtt svo daginn fyrst og endað á að vera á skrifstofunni minni en á milli þess hef ég notið lífsins umvafin fólkinu mínu. Ég hef alla mína ævi sótt mikið í að hreyfa mig og eftir þetta alltof langa þriggja vikna hlé sem ég tók mér núna þá lét fríið mig algjörlega þrá æfingar aftur og það er svo gott að vera byrjuð loksins aftur.
.   .   .
//I’ve really missed doing workouts this past month, getting exhausted and tired. This weekend I’ve gone to bed early, slept in, made the most out of each day by working in my office and enjoying life with my loved ones. All my life I have sought after working out and after this three week break I was craving to workout again. It feels so good to finally be back at it. 

Ein athugasemd við “Sunday funday

Leave a Reply