Today is my anniversary 🎉


Til hamingju með lífið allir! Í dag er ég tveggja ára.
//Congratulations to life everyone! Today is my two year anniversary.

Í dag eru tvö ár frá því ég vaknaði sólarhring of seint eftir stóru heilablæðinguna og aðgerðina, fyrstu vikurnar eftir að ég vaknaði þá gat ég bara rétt svo opnað augun og þá var líf mitt tengt mörgum mismunandi vélum en ég man bókstaflega allt. Ég á mjög skarpar minningar af því að geta ekki hreyft mig neitt nema aðeins augun enda var ég þannig fyrstu mánuðina eftir blæðinguna. Mér finnast forréttindi að eiga tvo afmælisdaga annar er alvöru afmælið mitt og hinn dagurinn er í dag á deginum sem ég ákvað að halda í lífið og vakna eftir að hafa látið þá sem standa mér næst bíða alltof lengi. Í dag mun ég fagna lífinu sem ég er svo heppin að eiga.

.   .   .
//Two years have passed since I woke up after the big stroke and surgery that lasted 24 hours. The first weeks after I woke up I was barely able to open my eyes, I was connected to all these different machines and can literally remember everything. I have very vivid memories of only being able to move my eyes the first months after the stroke. I feel privileged to be able to celebrate this anniversary as if it was my birthday, since this is the day I decided to to stay alive and wake up after keeping my loved ones waiting on me way too long. Today I will celebrate life, that I am blessed to have. 

Í dag ætla ég að borða góðan mat og fagna lífinu og tilverunni með fólkinu mínu. Það eru ekki allir sem sofa yfir sig í sólarhring svo heppnir að vakna aftur til lífsins sem nákvæmlega sama manneskjan og þeir voru fyrir áföllin. Ég er svo heppin fyrir utan að ég geng ekki ein og hef hvorki jafnvægi til að standa lengi eða geta gengið. Ég hef heldur ekki krafta til að tala en þar sem ég á sem betur fer nóg af þolinmæði þá trúi ég ekki öðru en ég geti æft það upp með mikilli vinnu. Mér finnst svo magnað að hugsa á hvaða stað ég var stödd andlega/persónulega fyrir ári síðan miðað við hvar ég er núna. Ég nýt þess að sjá og finna allan árangurinn sem vinnst smátt og smátt á hverjum degi.
.   .   . 

//Today I will eat delicious food and celebrate life itself with my loved ones. Not anyone can experience trauma, then oversleep for 24 hours, and be so fortunate to wake up to life again as the same person. I am so lucky even though I cannot walk without support, stand for a long period of time or to walk. I also don’t have the strength to talk, but luckily I have enough patience and belief that I will be able to achieve my speech again with a lot of hard work. I find it amazing to think back to how I was mentally a year ago compared to how I am now. I love noticing the small steps that I achieve each day. 

Leave a Reply