Litlu sigrarnir // the small victories 


Ég er svo vitlaus að alltaf stend ég föst á því að ég sé heppnasta manneskja í heimi og mér finnst að öllum eigi að finnast það um sjálfan sig en eftir svona daga eins og ég er búin að eiga síðustu daga þá verður trú mín sterkari. Við stjórnum ekki lífinu, en við stjórnum á hvað við fókusum. Ég hef alla tíð einblínt frekar á það góða, litlu sigrarnir hjálpa mér að komast í gegnum hvern dag, ég nýt þess að finna hvað ég get meira í dag en í gær. Það er stórkostleg tilfinning. Stundum er ég ótrúlega meðvituð um vanmátt minn, þá get ég orðið mjög fúl yfir öllu sem ég get ekki og langar svo mikið að geta. En þá finnst mér uppörvandi að hugsa hvar ég var fyrir ári síðan og hvar ég er í dag. Þetta er erfið og löng leið en með rétta hugarfarinu þá hefst þetta og ég er svo lánsöm að ég hef náð að búa mér til leiðir til að koma huganum í réttan farveg ef ég finn að hann er að fara í einhverja vitleysu. Þannig að ég er aldrei lengi í einu í vitleysu. Ég ætla að bera saman færni mína til að blogga fyrir ári og hver hún er í dag því sá munur er sútfullur af litlum sigrum.

.  .   .

//Some may think I am naive but I truly believe that I am the luckiest person in the world, and I wish that everyone would think that way about themselves because my belief has only grown stronger after these last few days. We cannot control our circumstances but we can choose what we focus on. All my life I have focused on the good, my little victories have helped me get through each day, I love experiencing progress each day. It’s an amazing feeling. Sometimes I am very conscious about my weaknesses, which usually drags me down, thinking about everything I wish I could do, that I am unable to do. But at those times I encourage myself by comparing what I was able to do a year ago to what I am able to to do today. Even though this is a difficult and long journey, with the right mindset it is possible. I feel incredibly fortunate that I have created ways where I am able to change my perspective in the right way when I feel that I am losing control, so that I am never without control for a long time. I am going to compare my competence in blogging from where it was one year ago, to where it is now because the difference contains full of little victories.  

Ég get setið og skrifað nánast því hvar sem er.

//I can sit and write nearly anywhere.


Í fyrra þá gat ég bara skrifað á meðan ég hálf lá í einum stól, í dag get ég setið og skrifað næstum hvar sem er.

//Last year I was only able to write lying upright in a chair, today I can sit and write almost anywhere. 

Nota fimm fingur á lyklaborðið.

//I can type with all five fingers on the keyboard.
Blóðtappinn tók frá mér hægri höndina þannig að gleðin varð því bæði ótrúlega mikil og svo innileg þegar fingur vinstri handar fóru að hlýða. Í fyrra gat ég bara notað einn fingur á lyklaborðið í dag notast ég við alla fimm fingur vinstri handar.

//The blood clot caused my right hand to be nearly paralyzed, so the joy of being able to use my left hand was so incredible. Last year I was only able to type with one finger on the keyboard, today I’m able to type with all five fingers of my left hand. 


Átöki við að skrifa eru nánast engin.

//Typing on the keyboard is no longer a struggle.
Fyrir ári síðan voru átökin hjá mér bara við það að skrifa svona texta í líkingu við átök manns sem hleypur maraþon í dag eru átökin engin.

//A year ago, typing on the keyboard was as difficult for me as I can imagine a normal person running a marathon, but today I am able to type effortlessly. 

Myndatökur orðnar léttari

//Photoshoots are easier. 
Ég get staðið upp við vegg eða haldið mér í prikið mitt án þess að það sé mér nokkurt mál fyrir ári síðan voru myndatökur það erfiðasta sem ég gerði!

//I can now easily stand against a wall and support myself with a cane, a year ago photoshoots were the most difficult!


Leave a Reply