How much I’ve grown 


Shirt and jacket: Zara

Stundum vantar manni bara að hrósa sjálfum sér því það má líka!

//Sometimes you just need to compliment yourself because that’s also ok!
Mér finnst næstum fáránlegt að fyrir tveimur árum var ég alltaf skíthrædd við dagsetningar, mér fannst það næstum of hræðilegt að fyrsta blæðingin hafði komið 13. dag þess mánaðar og hin stóra hafi komið 7 mánuðum seinna eða 14. júní og svo endurheimti ég lífið 15. júní, fyrsta hálfa árið var ég svo viss um að þetta gæti ekki endað svona vel. Svo ákvað ég að breyta hugarfarinu og hugsa frekar af því ég er svo ótrúlega heppin þá geymdi ég auðvitað það besta þangað til seinast og núna ætlaði ég að líta á þessar hindranir sem stökkpall. Ég fór að gera hluti sem mig hafði lengi langað til að gera og strax í janúar 2016 byrjaði ég að æfa vinstri höndina til að hlýða á lyklaborðið og fimm mánuðum seinna byrjaði ég að blogga. Í fyrra sumar vildi ég helst ekki birta myndir þar sem sæist í þetta kraftlausa andlit, í dag er ég búin að sættast fullkomlega við það og það er bara þessu bloggi að þakka. Ég er svo ótrúlega heppin að hafa loksins leyft mér að þora að byrja að blogga, þá allt í einu fóru dagarnir mínir að hafa meiri tilgang, núna er ég farin að leyfa mér að stefna eitthvert af því mig langar það og í dag þá nýt ég þess að skrifa á hverjum degi. Ég veit að ég myndi halda áfram að birta færslur hér inná sama þó enginn myndi sjá þær bara af því það gefur mér svo mikið meira en nokkurn gæti grunað.
.   .   .
//I almost find it ridiculous that two years ago I was always terrified of dates, I almost found it too scary that the first stroke had happened on the 13th of that particular month, the big stroke on the 14th of June and that I had gotten my life back on the 15th of June, the first half a year I was so certain that it could not end this well. Then I decided to change my mindset and rather think that since I’m so incredibly lucky, of course I saved the best for last. I decided to start looking at those obstacles as a springboard to help me further. I started doing things that I had wanted to do for a long time and as soon as in January 2016 I started training my left hand on the keyboard and five months later I started blogging. Last summer I preferred not to publish photos that showed my powerless face but thanks to this blog I’ve become perfectly okay with that now. I’m so incredibly lucky to finally have allowed myself to have the guts to start blogging because suddenly my days gained more purpose, I allowed myself to head somewhere because I wanted to and today I enjoy writing every day. I know that I would continue to post blogs here although nobody would see them because it gives me so much more than anyone could imagine. 

3 athugasemdir við “How much I’ve grown 

  1. Þú átt skilið h-rós víða að unga hetja – líka frá sjálfri þér! Takk fyrir að deila reynslu þinni með okkur hinum. Gangi þér allt í sólarátt.

Leave a Reply