Það sem ég ætla að gera í Júlí

Nú er loksins júlí byjaður minn allra mesti uppáhalds mánuður. Stóru markmið mánaðarins eru hjá mér að ég ætla að leggja mig alla fram um að njóta tímans með yndislega fólkinu mínu og ég ætla á hverjum degi að ögra sjálfri mér. Mér finnst ég svo heppin að hafa tækifæri á að verða útkeyrð og ég elska þegar ég finn hvern vöðva verða algjörlega úrvinda af þreytu eftir æfingar. Ég er að æfa mig svo ég geti í framtíðinni tekið á móti öllum árstíðum fótgangandi án allrar aðstoðar og talandi.

Í júlí ætla ég að koma sjálfri mér í rútínu eftir þessi ferðalög þá þarf ég að koma ró og skipulagi á hugann.

Ég ætla að njóta lífsins alveg sérstaklega mikið. Ég ætla að njóta hverrar líðandi stundar, sama hvort sem ég sé bara ein eða með Ásgeiri, fjölskyldunni minni eða vinum.

Ég ætla að koma mér í góða rútínu með mig sjálfa, mat, vinnu og félagslíf, ég ætla mér í hverjum mánuði að vinna einhverja svakalega sigra í þessum málum en í júlí ætla ég bara að láta mér líða vel.

Ég ætla að leggja mig alla fram í æfingum. Ég veit ekkert betra en þegar ég er úrvinda eftir æfingar.

Ég ætla að leggja mig alla fram í að ganga upp og niður stigann allavega eina ferð upp og niður á herjum degi.

Í júlí ætla ég að búa til margar dásamlegar og stórskemmtilegar minningar með fólkinu mínu.

Í júlí ætla ég að gera mitt besta til að klára skrifstofuna mína. Það eru bara pínulítil smáatriði eftir sem pirra mig alveg svakalega.

Í júlí ætla ég að nota röddina meira og pína talfærin á mér til að hlýða. 

Í júlí ætla ég mér að gera einu sinni á hverjum degi aukaæfingar fyrir lötu vöðvana mína í talfærunum.

Í júlí ætla ég að leggja sérstaka áherslu á að teygja sérstaklega vel bara því ég nýt þess svo vel að finna teygjuna líða úr vöðvunum.

Ein athugasemd við “Það sem ég ætla að gera í Júlí

  1. Elsku Katrín, gangi þér rosavel með júlí markmiðin þín minn hugur er hjá þér😀 risa knús frá mér til þín Guffý😙

Leave a Reply