Redemption 

Ég er fyrst núna að koma mér í gang aftur eftir hálf slappar vikur, núna þá er krafturinn að koma aftur og ég ætla mér að halda svo fast í ann héðan í frá svo ég missi ekki aftur tökin á honum. Það er svo mikið líkara mér að vakna hvern morgun yfirfull af krafti til að takast á við verkefni dagsins og í þessari viku er ég búin að koma sjálfri mér svo mikið á óvart og á hverju kvöldi farið að sofa öll undirlögð í harðsperrum og dauðþreytt, en alltaf þegar ég finn fyrir þessu tvennu þá verð ég að hinni hamingjusömustu manneskju í heimi, það gleður mig svo mikið að finna að vöðvarnir eru að endurheimta kraftinn sem áður bjó í þeim. Fyrir nákvæmlega tveimur árum gat ég bara hreyft augun en í dag sit ég á skrifstofunni minni og skrifa þessi orð með vinstri hendi á lyklaborðinu. Ég er svo yfir mig hamingjusöm því mér finnst ég vera svo endalaust heppin að fá að eiga möguleika á því að finna þessar breytingar. Mér finnst það svo góð tilfinning og það eru náttúrulega bara forréttindi og kannski pínu heimska að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið þá þykist ég vera viss um að ég sé heppin en það er þá bara heimska sem ég kýs að fara eftir. Eigið yndislegan dag <3

. . .

//Finally I’m getting my energy back after a few not so good weeks and I’m going to make sure not to let it slip away from me again. I feel like myself again, waking up every morning full of energy, ready to face the day’s challenges. I continue to surprise myself, this week I’ve gone to bed feeling so sore and exhausted, but these feelings make me the happiest person alive, I get so happy to feel my muscles redeeming their strength. Exactly two years ago I was only able to move my eyes but today I am sitting in my office writing this blog with my left hand on the keyboard. I feel so overwhelmed of joy to have the opportunity to feel these changes and progress in my body. It may sound stupid but even though everything I have been through I feel so privileged to experience this joy, and that is what I choose to live by. 

Have a wonderful day <3

Ein athugasemd við “Redemption 

  1. Ensku Katrín Björk, þú ert yndisleg í einu orði sagt.Takk fyrir alla jákvæðnina sem þú sendir frá þér. Gangi þér allt vel, kær kveðja frá Keflavík, frá mér, sem er Flateyringur í húð og hár.
    Kveðja Hanna.

Leave a Reply